Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Qupperneq 38
38
skriflega viðurkeuningu frá Raben um það, að hann hafi tekið við
minnishornunum og »ad liann hafe lated þau færa upp a Kongl.
Majst. Konst-Camers«.
Samkværat þessum heimildum verður þá ekki annað ætlað en
að öxin hafi komist í hendur Raben stiftamtmanni; víst er um það,
að minnishornin komust í hendur honum, og ekki virðist ástæða til
þess að ætla annað um öxina, með því að Jón byskup Vídalín bein-
línis segist senda hana með hornunum og hennar er enn fremur
ekki getið meðal eigna kirkjunnar í úttektinni 1722.
Þess vegna mætti ætla, að dagar öxarinnar væru taldir hér á
landi. En ekki er því að heilsa; öxin virðist hafa verið send aftur1)
og kemur eins og deus ex machina við afhending Skálholtsstóls 31.
júlídag 1747, er Olafur byskup Gíslason tók við. Þar er öxin talin
i eignum kirkjunnar með þessum orðum: »öxenn Remegi með
Jarnbeslegnu Treskaffte upp til mids«.
Þessi grein úttektarinnar kemur einnig heim við það, sem
stendur í ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar: »En
öxe, eller Hellebard, viises paa Skalholt, og berettes at være
Remmeggia, som den Helt Skarphedin eiede . . . öxen er meget
formindsket og bortrustet; Skaftet er af Rödegran, 3l/4 Alne langt,
og beslaget med Jærn« (Reise igiennem Island, Kh. 1772, bls. 1034).
í úttekt Skálholtsstaðar og -kirkju eftir Olaf byskup Gíslason
þann 10. septemberdag 1754 er öxin enn nefnd í eignum kirkjunn-
ar: »öxenn Remegi med Jarnslegnu skaffte upp til mids«. Slíkt
hið sama í úttekt 29. ágústdag 1764, er Sigurður Sigurðsson lét af
ráðsmennsku, »Og öxen Remigi«. Og enn i úttekt Skálholtsstóls og
-kirkju 21. júlí 1785, »öxen Remigia.«
í kirkjustól Skálholtskirkju er öxin enn talin fylgja kirkjunni í
vísitázíu Torfa prófasts Jónssonar 12. septbr. 1799, »Remigia edr
Skarphedinsöxe« (sjá kirkjuskjalasafn Landsskjalasafnsins, VI. 12. A.,
bls. 16). En í næstu vísitázíu, sem fór fram 1805, er öxarinnar ekki
getið, og hefir hún þá verið komin í hendur Grími Thorkelin.
Páll Eggert Olason.
*) Öxin var áreiðanlega send aftur, sbr. athugas. hér á eftir. M. Þ.