Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 41
4Í sú öxi ekki verið sú hin sama, sem Vídalín byskup sendi Raben, þá má þó gera ráð fyrir að hún hafi verið í alla staði mjög lík henni, líklega þá gerð eftir henni, og »Remegla« skrifar Steingrímur byskup að hún heiti. En þar sem engin slík öxi er nú á »National- museet« má álíta að sú Remegia, sem Thorkelin fekk 1804, hafi aldrei komist á »Kunstkammeret< né Nationalmuseet. Eins og áður var tekið fram, mun óhætt að ætla, að sú Remi- gia, sem getið er um að til hafi verið í Skálholti á 18. öldinni, hafi verið sú hin sama, sem sögð er til þar á 17. öldinni. En jafnvíst mun mega telja það, að sú öxi, sem Steingr. byskup á við, hafi ver- ið þessi sama öxi. Eins og kunnugt er þá var Steingrímur byskup í Skálholti 1790—1800 og fór þaðan beint til Ilafnar. Nú er öxin talin í úttektum og vísitazíum alt til 12. sept. 1799, en ekki 1805 og ber það alveg heim við það sem Steingr. byskup skrifar, að hún hafi árið áður verið fengin í hendur Grími Thorkeiin í Höfn. Mun helzt mega ætla að öxin hafi lent á hinu hörmulega kirkjugripaupp- boði í Skálholti 1802 og síðan verið send Steingrími til Hafnar, en hann fær hana svo Thorkelin í hendur veturinn áður en hann (Steingr.) fer aftur heim. »Liklegt er að hún hafi brunnið með safni Thorkelins 1807« segir i Arb. 1893 og verður það varla rengt. Myndin í Árb. 1893 er eins og sjá má af skýringunni á bls. 81 mjög mikið minni en frummyndin* 1). Er þar sagt að öxin hafi ver- honum síðaa eftirmyndir af myndnm Steingríms byskups frá, 1804 og lét hann leita axarinnar í öllu safninu og skjalasafni þess, en fann hennar hvergi getið. Sagan um að hún sé þar er víst gömul; Páll Melsteð sagði mér að sér hefði verið sýnd þar öxi, er honum var sagt að væri Rimmugýgur, þegar hann skoðaði safnið um 1830—40. Margir spyrja lika eftir henni í Þjóðmenjasaininu hér, hafa heyrt að hún væri til hér. l) Hja'mar Falk hefir í sinni ágætu bók, Altnord. Waffenkunde, á bls. 108— 109, getið nm þessa mynd og frásögn Eggerts Ólafssonar um Rimmugýgi. Segir hann að myndin í Arb. 1893 sé „in natúrlicher Grösse“ og er sá misskilningur hjá honum sprottin af áskrift Steingrims byskup3 á frummyndinni, sem er „in natúrlicher Grösse“. Segir Falk þó jafnframt, samkvæmt þvi sem stendur í Arb., að lengdin á miili hyrn'a sé 18 þuml. — Hann tekur upp myndina í Árb. óminkaða á bls. 109. Honum þykir öxi þessi öll, bæði blað og skaft, hafa haft öll þau »inkenni, sem hin- ar fornu s n ö g u r höfðu. Hann segir að blaðið likist því sem er á þeirri „h a c h e d a n o i s e“, er myndin nr. 117 d í Schultz, Höf. Leben II, er af, en sú mynd sýnir i rauninni gagnólíka exi, bæði að stærð og lögun skafts og blaðs; það eitt er sam- eiginlegt, að hyrnur eru á þeirri exi, en þær hyrnur erbáðaralvegeins. Þi er likari, bæði að skaftlengd, blaðstærð og blaðlögun öxi sú, „Helmbarte11, sem sýnd er á 116. mynd i sömu bók, og myndin nr. 29 i bók Falks sjálfs, af svonefndri „s k o t h y r n u“, en þær axir eru nefndar í Dipl. Norv. um 1500. — Benda má einn- 6

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.