Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 43
Skýrsla til fornmenjavarðar
um funð fornrar kirkjurústar og grafreits á Syðra-Fjalli
haustið 1915.
Á næstliðnu hausti, eða um mánaðamótin október ognóvember,
lét eg starfa að túnsléttu austan við íbúðarhús mitt. Voru það eink-
anlega tveir hólar er eg lét rífa niður og færa í lægðir, sem þar
voru í grendinni. Bar hin syðri nokkurar menjar þess, að á honum
væri forn og uppgróin rúst. Austan á þeim hól miðjum varð vart
við mannabein: tvær hauskúpur og kjálkar áfastir við aðra, og enn-
fremur nokkrir leggir og fleiri bein. Lá þetta reglulaust. En er ofar
kom í hólinn, uppundir hina fornu rúst, er áður er getið um, varð
vart við forna grjóthleðslu, er seinna kom í ljós að var tóft, er
sneri austur og vestur. Var lengd hennar um 12 álnir að utanmáli,
en breidd um 8 ál. Innanmál var tæpar 8 álnir lengdin, og tæpar
6 breiddin. Sást þetta glögt og vel, því að grjótið var órótað og
ósnarað að mestu, bæði að utan og innan, en ekki var það nema
eitt og tvö lög. Ofan á grjóthleðslunni var nálægt álnar þykt af
mold og rofl, ösku og grassverði. Rúst sú, sem vottaði fyrir ofan-
jarðar, virtist vera af minni og yngri byggingu. Austanundir tóftar-
gaflinum urðum við varir við einar 6 eða 7 beinagrindur, hverja
við hlið annarar. Sunnan undir tóftinni fundust einnig nokkrar
grafir. Munum við hafa fundir þar 5 eða 6 beinagrindur. En vel
gátu þær hafa verið þar fleiri, því við þurftum ekki að rífa jafn
djúft niður þar eins og að austan. Fann eg sumar þeirra sök-
um þess, að eg tók eftir því að linara var fyrir rekunni, er henni
var stungið niður, en annarstaðar, og gróf svo niður og kom þá
ofan á beinin. Að norðanverðu og vestanverðu við tóftina fundum
við engar graflr, sem ekki var von, því þar grófum við nálega
ekkert niður, þareð svo hagaði til, að þess þurfti ekki. öll þessi
bein virtust vera órótuð og svo frá þeim gengið sem venja er til
við jarðsetningar líka nú á dögum. Lágu þau frá vestri til austurs
og horfðu mót austri. Þóttumst við sjá fyrir víst að kistur hefði
6*