Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 56
56 sýslu; kvað hafa verið þar lengi. Heil, en nokkuð gölluð orðin og hefir nú verið bundin inn og endurbætt. 6617. — Séra Lárus Halldórsson, Breiðabólsstað: Leikfang, smiðað úr tré, fundið vorið 1912 í litlum hellisskúta í Sáms- staðaskógi; hlaðið var steinum fyrir hellismunnan, þar sem þetta var inni í, og voru steinarnir mosavaxnir. Þetta er hús, hæð 29 sm. með miklum og margbrotn- um útbúningi, skorðað á ferhyrnt spjald, 30X22,5 sm. að stærð. Fyrir framan húsið er mannlíkan, sem hreyfa má á höfuðið með þræði, er liggur inn í húsið, en ann- ars verður nú ekki séður vel allur útbúningurinn á þessu þareð það er orðið sundurlaust og stirt af elli. Mun vera frá fyrri hluta síðustu aldar. Hefir verið málað með ýmsum olíulitum, sumpart margmálað. 6618. 12/3 Reiði með miklum látúnsbúningi, tvöfaldur, 1. 51 sm., hvor ól 2—3,6 sm. Á fremri endum eru koparhringjur i látúnssviptum og á aftari endunum eru þynnur, beygð- ar yfir endana Nær miðju er reiðaskjöldur og spaðar út frá. Fyrir framan hann eru 2 látúnsþynnur, grafn- ar, á hvorri ól, ferhyrndar, stærð 3,5 á hvorn veg; eru ljón og hjörtur á þeim fremri, blóm og fuglar á þeim aftari. Fyrir aftan reiðaskjöldinn eru og 2 látúns- þynnur, ferhyrndar, á hvorri ól; hinar fremri líkar þeim fyrri að stærð, en hinar aftari 3,6 sm. að 1. og 1,9 sm. að breidd. Látúnsbólur eru og settar á til prýði. Skjöldurinn er 10,3 sm. að þverm., allur grafinn ofan; eru á honum greinar í sívafningum og smjúga ljón í gegnum (sbr. nr. 3225; 3151, 5235; 770). Um- hverfis er letrað með latínuletri, upphafsstöfum: FETT- ANH KIJS EG FAXA IOR SEM FIMVR ER OG LEND- FAGVR ÞA LIKAR MIER 1645. — Spaðarnir eru 8teyptir úr kopar, hjartamyndaðir, 1. 11,4 sm., br. 8,6 sm.; þeir eru með gagnskornu verki, mjög haglega smíðaðir, og allur er reiðinn vandaður. Hann er senni- lega yngri en skjöldurinn, líklega frá 18. öldinni. Sbr. nr. 4376 o. fl. 6619. 19/3 Forstöðumaður safnsins: Scerðsrnynd, gerð af séra Helga Sigurðssyni á Melum árið 1876 eftir gömlum uppdrætti, er hann hafði komist yfir er hann var í Bessastaða- skóla 1835—40. Sverðið fanst árið 1781 í steinskriðu fyrir norðan Esjuberg; það var 9 kvartil (78,5 sm.) á

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.