Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 58
58
ur illa smíðuð; óvenju lítil; allmikið slitin. Fanst á
Kjalvegi, fyrir innan Sóleyjarhöfða. Harla gamalleg.
6625. 26/4 Eeiðbjalla steypt úr kopar, með venjulegri gerð, þverm.
3,7 sm. Blöð mótuð ofan og neðan. — Fanst á fornum
götum hjá Bolholti á Rangárvöllum. Sbr. nr. (254),
3447, 4320, 4932 og margar aðrar.
6626. 29/4 Patina úr silfri með skrautgyllingum; þverm. 12,1 sm ,
hæð 1 sm. Botninn með 6 bogum og er gyltur blaða-
gröftur í hornunum á milli. Á miðjum botni er gylt
kringla, þverm. 3,3 sm. og er þar graflð andlit og geisla-
kranz umhverfis (facies domini). Barmar eru 1,5 sm. að
breidd og er grafinn á þá kross (signaculum), en ekki
hringur umhverfis hann, svo sem venja er til. Patinan
er varla yngri en frá 15. öld. Hún er úr Gufudals-
kirkju. Sbr. nr. 6268, patinuna frá Hvammi í Hvamms-
sveit.
6627. Vr Magnús Stephensen, fyrv. landshöfðingi, Reykjavík: EiJc-
arkista járnbent, 1. 129 sm., br. neðst 54,5, efst 56,5 sm.
Hæð 64 sm.; alt utanmál. Heil borð í hliðum og göfl-
um, og mun hafa verið svo í loki einnig, en farið hefir
fram af því og verið bætt þar með furu. Lokið er
136X60 sm. að stærð. Borðþyktin er um 27 sm. yfir-
leitt í kistunni. Lokið nær því alveg flatt og okar und-
ir, er falla út fyrir gafla. Á því miðju hefir verið járn-
band yfir það þvert og önnur tvö eru á endum og nið-
ur á okana. Á göflum eru járnbönd í kross og járn-
höldur miklar, — önnur brotin nú. Á brúnunum, þar
sem saman eru sett gaflar og hliðar, eru járnbönd
alla leið upp og ofan. Sömuleiðis á framhlið miðri, og
eru járnrósir á báða vega út frá því. Innan á lokinu
og aftan á bakhliðinni eru miklar járnlamir. Neðan
undan botninum og upp á gafla og hliðar ganga járn-
bönd, hornbogin, 3 á hliðar, 2 á gafla. Járnskrá mikil
hefir verið fyrir kistunni, en hana vantar nú. Á lykla-
kippu þeirri er stjórnarrráðið afhenti safninu árið 1911
(2/i), nr. 6105, er seðill við einn lykilinn og skrifað á:
»For(?) Den gamle Jordebogskasse paa Tagkammeret«.
Sá lykill virðist, eftir skráargatinu og öllum líkum að
dæma, tilheyra þessari kistu, enda segir gefandinn að
hún hafl fylgt landshöfðingjaembættinu og líklega þar
áður stiftamtmannsembættinu og verið jafnan um lang-