Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 62
62
in. Lítur helst út fyrir að vera merki Johans Thome-
sen Stickmans, silfursmiðs og myntmeistara í Kaup-
mannahöfn, d. 1663'). — Einar öskjur líkar þessum eru
í Vídalínssafni og má nú ætla að þær hafl og verið
bakstursöskjur. I þjóðmenjasafni Dana og í dönskum
kirkjum2) eru til nokkrar líkar öskjur er án efa hafa
verið gerðar til að vera bakstursöskjur. — Þessar eru
frá Landa-kirkju á Vestmannaeyjum. Þeirra er getið
svo í visitaziu meistara Jóns Vídalins 14. maí 1704:
»Bakstursöskjur af silfre, sem kirkiuvaktaren seiger
kaupmaduren Monsr. Kiels Reiels son hafe kirkjunne
gefed«. Stafirnir á lokinu eru upphafsstafir hans.
6647. 2/6 Sessuborð augnsaumað, 1. 51 sm. (saumurinn 46 sm.), br.
32 sm. Uppdrátturinn er 4 blóm, er ganga út frá fer-
hyrningi i miðju og er 8 blaða rós inni í honum. Saum-
að í grófgerðan ísaumsvefnað, einskeftu, með margvís-
lega litu ullarbandi; grunnurinn gulur sem mest tíðkað-
ist. Augun eru 81X57=4617. Virðist vera mjög vel
unnið að öllu leyti. Skemt á 4 stöðum í jaðrana. Varla
yngra en frá miðri 18. öld. Úr Borgarfírði eystra.
6648. 4/fi Rúmfjöl útskorin að framan, smíðuð úr furu, ein fjöl,
en klofin nú að endilöngu og spengd. L. 115 sm., br.
16,5 sm., þ. 1.2 sm. Eftir henni miðri er bekkur, 7 sm.
br., og virðast vera i honum þessir stafir gerðir með
miklu útflúri og skrautdráttum: Sa HIS D ID A, lík-
lega upphafsstafir hjóna, »signor« fyrir framan og »á«
fyrir aftan. — Eyrir ofan og neðan er leturlina, br. 3,7
og 3,2 sm., með þessari áletrun, skorinni með höfðaletri:
sofnaegsœttnufersovœrdskaltakaoiesusif — irmierœvirstu-
virstuváka j ar 1863 edr 16. »virstu« er tvítekið; »edr«
er óvíst hvað merkir, að svo stöddu. — Fjölin hefirtil-
heyrt þeim Andrési Björnssyni á Þorgeirsfelli í Staðar-
sveit, og Signýju konu hans, Eggertsdóttur, systur Tóm-
asar á Ingjaldshóli.
6649. 5/e Kristján/Þorláksson, Skoruvík (afh. fornmv.): Nálhús,
laglega rent úr tré, með skrúfuðu loki á; 1. 9,2 sm.,
þverm. 1,1—1,7 sm. Virðist vera útlent.
') Bernh. Olsen, Köbenh. Gruldsm. Mærker, nr. 209.
s) Eftir skýrslum og myndum forstöðum. þess, dr. M. Mackeprangs, að dæma,
sem hann hefir góðfúslega sýnt höf,