Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Síða 63
63
6650a-b %
6651. 7/6
6652. 10/6
6653. —
6654. »/„
Sami: Beinhnappar6rend\r, 4þeirrakúftir,2flatirað ofan,
þverm. 1,7—1,9 sm.; laglega gerðir, virðast útlendir.
Svofeld skýrsla fylgdi gripum þessum:
Síðastliðið sumar var bóndinn á Kumblavík að stinga
ofanaf sverði á bakkanum skamt frá bæ sínum og kom hann
þá ofan á kistu, ekki dýpra niður en í þriðju rekustungu,
en við rótið datt hún öll sundur af nöglum, en var þó
lítið fúin. Hann fór svo að skoða hvort nokkuð væri í
kistunni, en þar var ekki annað að sjá en lítil duft- (eða
eins og ösku-) rák eftir henni, og í þeirri rák láu 6
hnappar og nálhús og 2 jaxlar, en þeir voru svo fúnir
að það var ekki nema skurnið utan af þeim, sem sást.
Kistan var í lögun eins og kassi, bara með flötu loki.
Enginn hér nærri hefir heyrt þess gefið að þarna hafi
verið grafinn maður og mun þetta því vera fjarska
gamalt, en kistan geymst svona ófúin af því þarna er
svarðarlag í jörðu. Þetta var í júní 1913. Hnappana
og nálhúsið fékk eg hjá bóndanum og sendi eg það með
miða. þessum suður og verða þeir settir á forngripasafn-
ið, ef þeir þykja þess verðir. — Skoruvík 2% 1914.
Kristján Þorláksson. — Gripirnir virðast ekki eldri en
frá síðari hlut 18. aldar, sennilega yngri. Lítt hugsan-
legt að lík hafi verið grafið í kistunni. — í nálhúsinu
og hnöppunum er enginn fúi.
Skúfhólkur úr silfri með lítilfjörlegu útrensli, gamalleg-
ur; 1. 3,7 sm., þverm. 1,4 sm. Nokkrir líkir til áður.
Styttuband (lindi) spjaldofið úr svörtum, rauðum og hvít-
um þræði, 1. 176 sm., og auk þess 9 sm. langur skúfur
á hvorum enda. Br. 3,1 sm. í það er ofin áletrunin:
Signi Gissurs dottir a bandid med [réttu]. Stafirnir eru
rómanskir upphafsstafir. Vestan úr Dýrafirði.
Tigulstókkur (parastokkur) úr furu, útskorinn með letri,
litaður svartur að utan, eitt lok hvoru megin; 1. 18,8
sm., br. 5,9 sm., hæð 6,6 sm. Á honum er með höfða-
letri skorin áletrunin: Þur idu rsi gur dar das (þ. e.
dotter a stókkenn). Hann er óvenju stór. ÚrDalasýslu.
Aðrir minni til áður.
Kaffikanna úr tini, með handarhaldi, reyrvöfðu, loki á
hjörum, og stút út frá bumbunni. Hæð undir lok 11,2
sm., en alls, með typpi upp úr lokinu, 16,7 sm. Þverm.
um botn 8 sm. og bumbuna 12,6 sm. Vídd opsins 7