Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Qupperneq 75
75
hafa á mannamyndir, hvor upp af annari. — Altari
þetta er úr Bræðratungukirkju. Þaðan er prédikunar-
stóllinn nr. 6274. Hann hefir haldið sér betur og má
þó ætla að hann sé málaður af sama málara. Hann og
altarið mun hafa heyrt saman, hann staðið ofan á því
og verið um leið altaristafla, með vængjum sem nú
vantar, en lengi hafa verið á og skýlt myndunum á
sjálfum stólnum. Það munu óefað vera þessir gripir,
sem átt er við í visitaziu 14. ág. 1644 í svofeldri lýs-
ingu á kirkjunni í Tungu:-------------»kyrkan i sialfri
sier væn ad ollu alþiliud 5 stafgolf og Capella Innar af
chor ad auk er L: Gisle Hakonar son let uppgiora og
alla mála med alltare og predikunar stol kostulegum iij
kuennstolar hurd a Jarnum med skrá og kopar hring,
skornar vindskeider framan fyrer« —-------------^). Gísli
lögmaður dó 1631 og eru því gripir þessir um 300 ára.
6717. 16/io Iíurðarhringur úr kopar, kringlóttur og 10,4 sm. að
þverm., sexstrendur í gagnskurðinn. Á honum eru 3
hnúðar og engilsandlit á þeim. Hringurinn er í hún,
sem gengið hefir í gegnum hurðina, 1. 7,9 sm. og er
járnró skrúfuð á hann að innan. Hann er með skildi,
steyptum með gagnskornu verki, og er hann með blóm-
skrauti; þverm. 8 sm. Er á öllu þessu gott verk og
líklega íslenzkt. Mæiir ekki neitt sýnilegt á móti því
að hringur þessi sé sá hinn sami og getið er í kirkju-
lýsingunni frá 1644, sjá nr. 6716. Frá Bræðrtungu-kirkju.
6718. — Kertisskdl úr kopar, steypt og rend, þverm. 9,5 sm.; gat
á miðju, fyrir skrúfuna niður úr kertispípunni. Frá s.
st. og nr. 6717. — Sýnilega af ljósahjálmi.
6719. 20/io Glertala (»steinn«) af steinasörvi fornu, mjög samsett og
með 3 litum, blám, gulum og rauðum. Þverm. 1,9, en
þykt 1,2 sm.; vídd gatsins 0,5 sm. Skiftast áferhyrnd-
ir kaflar, aðrir smárúðóttir, gulir og grænir, en hinir
bláir yzt, rauðir í miðju og gulir á milli. Á milli kafl-
anna eru grönn, rauð strik. — Suðræn; hefir fluzt hing-
á landnámsöldinni að líkindum. Fundin í Kongshól í
Vestasta-Reyðarvatnslandi. Er það gamall uppblástur og
heflr þar verið bær til forna.
6720. — Fingurhringur úr messing, þverm. 2 sm., — vídd 1,8 sm.;
‘) Orðin Capella — kostulegnm ern sett á milli sviga og nndirstriknð, en þó má
setla að þessi skýrsla sé ekki alls kostar röng.
10*