Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 78
78 holt; virðist helzt vera neðsti hluti af stút af steyptum járnkatli, og sýnist hann hafa verið tinaður innan. Fundið s. st. og nr. 6733—37, í bæjarhellinum í Ægi- síðu; sbr. Árb. 1900, bls. 7. 6739. «/ii Legsteinn, marmarahella ferhyrnd, 1. 56,3 sm., br. 33 sm., þ. 1,6 sm. Efst eru 2 hendur, er taka saman (kveðjast), grópaðar í helluna, mikið upphækkaðar. Grafskriftin er í 12 + 1 1. með latínuletri, upphafsstöf- um, og er svo: HER ER LAGEUR | HALGRÍMUR ÞÓRDARSON | BJÖRNSEN, | DÁIN í BLÓMA ALDUR SÍNS, | HANN | FÆDDIST 28. D. JANUAR- | MÁN. 1801, | GIPTIST KRISTIÖNU | IIOFFMANN, 30. D. OKTÓBER-MÁN. 1835, | ANDADIST 5. D. SEPTEM- BER- | MÁN. 1837. — GUD FRIDI SÁLU HANS. — Brotinn sundur í fernt. Sendur til safnsins af Baldvini Sigurðssyni í Garði í Aðaldal í samráði við fornmenja- vörð. 6740. 9/n Altaristafla, smíðuð úr furu, með vængjum og útsöguð- um fjölum utan við umgjörðina; sjálf er hún að hæð 113 sm. og að br. 103, en hver vængur er 87 sm. að hæð og 43,5 sm. að br. Er þeim læst með lokum og snerli. Fjalirnar utan með eru um 13,5 sm. að br. mest, nema sú sem er uppi yflr; hún er burstmynduð og um 26 sm. að hæð í miðju. Á miðtöflunni er kvöld- máltíðarmynd og á vængjunum að utan eru myndir af krossfestingunni og upprisunni, en að innan af öllum guðspjallamönnunum. Myndirnar eru engin listaverk, fremur ljótar og klaufalega málaðar. Umgjörðin er »marmaramáluð« og lausafjalirnar utan með eru með skrautmálningu. Á umgjörðina að neðan er letrað: TIL • MAKLEGRAR • SKYLDU • ENDVRMINNINGAR • ER • ÞESSE | TAFLA • GEF[E]N • HEIL : MARIV . KYRKIV • AD • LAVGARNESE / AF • ÞEIM • B: OG E: A= M'D C'CT/V'II' B og E eru uppliafsstafir Bjarna Pálssonar, siðar landlæknis, og Eggerts Ólafssonar, síðar vísilögmanns. Taflan er komin til safnsins frá Staðar- kirkju í Grindavík, er hún var lögð niður; hún mun hafa fengið hana frá Laugarnesi, er kirkjan var lögð niður þar. 6741. — Prédikunarstóll, smíðaður úr furu, er sem 5 hliðar af átthyrningi og víddin um opið 79 sm., en hæðin 111,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.