Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 95

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 95
Skýrsla. I. Aðalfundur félagsins 1915. Aðalfundur félagsins var haldinn föstudaginn 26. nóv. 1915. Formaður minntist fyrst látinna félagsmanna: amtmanns Júlíusar Havstcens, Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal, yfirdómara Jóns Jenssonar og prófessors G. A. Gustafsons í Kristjaníu. Þvi næst lagði formaður fram endurskoðaðan ársreikning fé- lagsins fyrir 1914 og höfðu engar athugasemdir verið við hann gjörðar. Þá skýrði formaður frá því, að þjóðmenjaverði hefði í fjárlög- unum fyrir 1916 og 1917 verið veittar 300 krónur hvort árið til að halda áfram að semja skýrslur um Þjóðmenjasafnið eftir 1876, er hinar prentuðu skýrslur hætta, en aftur á móti hefði félaginu verið að svo stöddu synjað um styrk til að prenta þær. Þessu næst skýrði formaður frá ritgjörðum, er prentaðar mundu verða í Árbók félagsins. Eftir nokkrar umræður um félagsmál var gengið til kosninga á embættismönnum og fulltrúum félagsins. II. Stjórnendur félagsins. Formaður: Eiríkur Briem, prófessor. Varaform.: Björn M. Ólsen, dr. prófessor. Fulltrúar: Hannes Þorsteinsson, aðstoðarskjalavörður. Jón Þorkelsson, dr. skjalavörður. Jón Jacobson, landsbókavörður. Matthías Þórðarson, þjóðmenjavörður. Pálmi Pálsson, yfirkennari. Þórhallur Bjarnarson, biskup. Skrifari: Pálmi Pálsson, yfirkennari.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.