Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 7
FORN ÚTSKURÐUR FRÁ HÓLUM 1 EYJAFIRÐI
11
slétt. Fljótt á litið virðist upprunalega brúnin einnig sjást á köflum
hægra megin néðarlega á fjölinni, því að þar sést einnig slétt brún
gömul. En þó má vera, að einhvern tíma hafi verið tekið af þessari
brún, og bendir tvennt til þess. Upphækkaða álman, sem liggur upp
eftir fjölinni og síðar verður getið, er ekki á miðju, heldur 2—3 sm
hægra megin við miðjuna. Ef hún hefur legið upp eftir miðri fjöl,
eins og sennilegast virðist, vantar því jafnbreiðan renning, 2—3 sm,
hægra megin á fjölina. Hitt atriðið er það, að vinstri brúnin er méð
striki, eins og síðar verður lýst, en þar sem sést til hægri brúnar
vottar ekki fyrir striki. Kæmi það prýðisvel heim, að strikið hefði
einmitt verið á þessum 2—3 sm breiða renningi, sem af einhverjum
ástæðum og fyrir ævalöngu hefur verið tekinn af liægri brún fjalar-
innar. Ef þetta er rétt, eins og sennilegt virðist, þótt það sé engan veg-
inn víst, hefur fjölin upphaflega verið allt að 29 sm á breidd.
Þykkt fjalarinnar virðist ekki hafa verið mikið yfir 2,5 sm, sem
nú mælist mest, en gera má ráð fyrir ívið meiri þykkt, þar sem bak-
hliðin er nú mjög étin af fúa.
Nú verður reynt að lýsa skurðverkinu á fjölinni sem nákvæmast,
en í rauninni lýsa myndirnar því betur en Iiægt er með orðum. Grunn-
flötur fjalarinnar er sléttur, en þó ekki allur í sama fleti. Eftir fjöl-
inni neðan frá og langt uppeftir gengur upphleyptur stofn eða spíra,
en upphleypingin er ekki fengin með því að lækka flötinn jafnt báðum
megin við hana, heldur með því að lækka hann aflíðandi frá brún-
unum inn að stofninum, þannig að yfirborð hans er aðeins óveru-
legu hærra en brúnir fjalarinnar. Ef bein fjöl er lögð þversum yfir
fjölina, hvílir hún að heita má jafnt á yfirborði stofnsins og brúnum
fjalarinnar. Upphækkun sú, sem á þennan hátt fæst á stofninn, er
alls staðar hin sama, nákvæmlega 1 sm.
Þessi upphleypti stofn má segja að byrji neðst á fjölinni og er
reyndar full breidd fjalarinnar, en dregst síðan saman jafnt og þétt
upp eftir. Samdrátturinn verður þó minni og minni eftir því sem
ofar kemur, og því verða báðar brúnir stofnsins eins og mjög aflangt
bogadregnar. Því miður verður nú ekki séð til fullrar hlítar, hvort
þessar brúnir hafa örugglega gengið út í brúnir fjalarinnar neðst, en
á því leikur naumast vafi. Þær virðast svo greinilega stefna út á
brúnir þar sem til þeirra sést neðst, en þar er breidd upphækkaða
flatarins 21 sm og vantar því aðeins 2,5 sm hvorum megin til þess
að hann nái út á brúnir, enda hefur hann vafalaust gert það örlitlu
neðar. 25 sm frá neðri enda fjalarinnar er flötur stofnsins 15 sm
breiður, 50 sm frá sama enda er hann 8 sm, 100 sm frá sama enda