Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 8
12 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS er hann 4,5 sm, og efst þar sem sér til stofnsins greinilega — og þar hefur hann verið höggvinn af — 123 sm frá neðri enda, er hún aðeins 3,5 sm. Af þessum málum sést gjörla, hvernig stofninn eða spíran 4 mjókkar upp eftir, en þess ber að geta, að hún er alls staðar ögn breiðari við grunninn en efst, vegna þess að brúnir eru skáhallt sniðnar. Nú er þess að geta, að fram með báðum brúnum stofnsins er mjög greinileg strikun (5. mynd). Hún er þannig, að tvö strik ganga sam- hliða með 1,6 sm millibili, en milli þeirra er grunn hvolfkíling. Þetta 5. mynd. Þverskurður til aö sýna strikun á Hólafjölinni og einni af Möörufellsfjölunum. — Section showing moul- dings on the edges of the Hólar panel and. (below) one of the Möörufell panels. er afar skýrt langt upp eftir, meðan stofninn er nægilega breiður, en strikunin riðlast þegar stofninn er orðinn svo mjór, að ekki er pláss fyrir hana á báðum brúnum. Þar sem sést til strikunarinnar efst er hún því orðin óskýr, og hefur líklega alveg horfið efst, þótt nú vanti þar á. Ekki er unnt að sjá, hversu langt upp eftir stofninn hefur náð í öndverðu, en sennilega hefur hann ekki náð ýkja miklu lengra en nú sést, og alls engin merki eru sjáanleg um að á honum hafi verið neitt toppmunstur. Merki um það kynnu að hafa verið skafin eða hefluð af, en sökum þess að stofninn mjókkar jafnt og þétt alla leið upp eftir, er ólíklegt, að hann hafi borið toppmunstur, og hitt líklegra, að hann hafi endað í oddi efst án nokkurra hliðargreina. Ef hann hefði borið toppmunstur, væri líklegt að hann hefði hætt að dragast að sér, þegar svo langt var komið upp eftir og hefði jafnvel ögn breikkað aftur, og byggist þessi ályktun að verulegu leyti á saman- burði við Möðrufellsfjalir, sem sumar enda með einföldum oddi efst, en aðrar hafa toppmunstur. Sá samanburður leiðir greinilega til þeirrar niðurstöðu, áð þessi fjöl hafi ekkert toppmunstur haft.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.