Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 9
FORN ÚTSKURÐUR FRÁ HÓLUM 1 EYJAFIRÐI 13 I framhaldi af því sem sagt var um strikin á upphækkaða stofnin- um ber að vekja athygli á að sama strik er á vinstri brún fjalarinnar sjálfrar. Það er ekki eins skýrt og á stofninum og hefur ef til vill aldrei verið það, en það er nægilega skýrt og það alveg neðan frá rótum upphækkaða stofnsins og næstum því upp úr. Þetta strik er greinilega gert með sama áhaldinu og á stoíninum. Eins og þegar er sagt, sést þetta strik alls ekki á þeim stöðum, sem kunna að virðast upphaflega brún hægra megin, og bendir það til að fjölin hafi í öndverðu verið nokkru breiðari þeim megin. Neðst á hinum upphækkaða fleti og þá um leið neðst á fjölinni er einfalt en mjög gerðarlegt skrautverk, munstur, sem er grafið ofan í sléttan flöt fjalarinnar með djúpum ristum, sem eru v-laga í þver- skurð og um það bil 1 sm breiðar efst. Þessar ristur eru mjög ákveðn- ar og gerðar af öryggi með beittum hnífi, sem haldið hefur verið í styrkri hendi, en þó má sums staðar greina einstök hnífsbrögð. Eins og áður er sagt, vantar nú neðan á fjölina, og hefur það bitnað á skurðverkinu. Því sem nú sést verður að sjálfsögðu bezt lýst með myndum, en ef til vill mætti reyna að lýsa því þannig, að neðan frá brotsárinu og upp eftir teygjast tvær greinar, sem sveigjast út til brúna en beygja síðan saman efst í mjúkum boga unz þær snertast, en dragast síðan hvor í sínu lagi inn undir sig og mynda dálítinn uppundning. Er því líkast sem greinarnar hneigi saman höfuð. Þess- ar greinar, sem lokað hafa munstrinu að ofan og mynda á milli sín óskorinn hjartalagaðan flöt, virðast í fljótu bragði vera samhverfar og eru það að verulegu leyti, en þó er þar engin nákvæmni, t. d. er snertipunktur þeirra ekki á miðri fjöl. Á þeim báðum er sérkenni- legt hak eða brot þar sem útlínan nær lengst út, og er þetta veiga- mikið atriði til greiningar þess stíls, sem á verkinu er. Þegar kemur að rótum greinanna tveggja vandast málið að lýsa skurðverkinu, þar sem nú sér mjög lítið til þess. Þó er ljóst, að greinamar hafa skorizt neðst, og eitthvert fléttuverk virðist þar hafa verið báðum megin við þær, en hvernig þetta hefur svo endað, er nú ekki hægt að sjá. Rétt fyrir ofan greinarnar tvær, þar sem þær koma saman, er sér- kennilegur skurður alveg út af fyrir sig, lína sem byrjar á miðri fjöl og liggur lóðrétt upp eftir um sinn, en sveigir síðan til hægri (skjaldmerkjalega) og endar þar þegar að strikinu kemur. Út frá þessari ristu til vinstri eru síðan tvær láréttar skorur eða kvistir með 2,5 sm millibili, og endar sú neðri við strikið þeim megin, en sú efri nær lítið eitt inn í strikið, en hefur þó víst átt að enda við það eins og hin. Fljótt á litið minnir þessi uppdráttur á rún éða einhvers
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.