Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 9
FORN ÚTSKURÐUR FRÁ HÓLUM 1 EYJAFIRÐI
13
I framhaldi af því sem sagt var um strikin á upphækkaða stofnin-
um ber að vekja athygli á að sama strik er á vinstri brún fjalarinnar
sjálfrar. Það er ekki eins skýrt og á stofninum og hefur ef til vill
aldrei verið það, en það er nægilega skýrt og það alveg neðan frá
rótum upphækkaða stofnsins og næstum því upp úr. Þetta strik er
greinilega gert með sama áhaldinu og á stoíninum. Eins og þegar
er sagt, sést þetta strik alls ekki á þeim stöðum, sem kunna að virðast
upphaflega brún hægra megin, og bendir það til að fjölin hafi í
öndverðu verið nokkru breiðari þeim megin.
Neðst á hinum upphækkaða fleti og þá um leið neðst á fjölinni er
einfalt en mjög gerðarlegt skrautverk, munstur, sem er grafið ofan
í sléttan flöt fjalarinnar með djúpum ristum, sem eru v-laga í þver-
skurð og um það bil 1 sm breiðar efst. Þessar ristur eru mjög ákveðn-
ar og gerðar af öryggi með beittum hnífi, sem haldið hefur verið í
styrkri hendi, en þó má sums staðar greina einstök hnífsbrögð. Eins
og áður er sagt, vantar nú neðan á fjölina, og hefur það bitnað á
skurðverkinu. Því sem nú sést verður að sjálfsögðu bezt lýst með
myndum, en ef til vill mætti reyna að lýsa því þannig, að neðan frá
brotsárinu og upp eftir teygjast tvær greinar, sem sveigjast út til
brúna en beygja síðan saman efst í mjúkum boga unz þær snertast,
en dragast síðan hvor í sínu lagi inn undir sig og mynda dálítinn
uppundning. Er því líkast sem greinarnar hneigi saman höfuð. Þess-
ar greinar, sem lokað hafa munstrinu að ofan og mynda á milli sín
óskorinn hjartalagaðan flöt, virðast í fljótu bragði vera samhverfar
og eru það að verulegu leyti, en þó er þar engin nákvæmni, t. d. er
snertipunktur þeirra ekki á miðri fjöl. Á þeim báðum er sérkenni-
legt hak eða brot þar sem útlínan nær lengst út, og er þetta veiga-
mikið atriði til greiningar þess stíls, sem á verkinu er. Þegar kemur
að rótum greinanna tveggja vandast málið að lýsa skurðverkinu, þar
sem nú sér mjög lítið til þess. Þó er ljóst, að greinamar hafa skorizt
neðst, og eitthvert fléttuverk virðist þar hafa verið báðum megin við
þær, en hvernig þetta hefur svo endað, er nú ekki hægt að sjá.
Rétt fyrir ofan greinarnar tvær, þar sem þær koma saman, er sér-
kennilegur skurður alveg út af fyrir sig, lína sem byrjar á miðri
fjöl og liggur lóðrétt upp eftir um sinn, en sveigir síðan til hægri
(skjaldmerkjalega) og endar þar þegar að strikinu kemur. Út frá
þessari ristu til vinstri eru síðan tvær láréttar skorur eða kvistir með
2,5 sm millibili, og endar sú neðri við strikið þeim megin, en sú efri
nær lítið eitt inn í strikið, en hefur þó víst átt að enda við það eins
og hin. Fljótt á litið minnir þessi uppdráttur á rún éða einhvers