Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 10
14 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS konar merki, en ekki verður þó sýnt fram á að svo sé, heldur verður að telja, að listamanninum hafi ekki þótt vel fara á að hafa þennan flöt auðan og því hafi hann tekið það til bragðs að fylla hann á þennan hátt. 3 Að lokinni þessari lýsingu er rétt að reyna að gera sér grein fyrir ættfærslu og þá um leið aldri útskurðarins á þessari nýkomnu fjöl frá Hólum í Eyjafirði. Engum, sem kunnugur er hinum svonefndu Möðrufellsfjölum úr sömu sveit, getur blandazt hugur um að þær eru nánustu ættingjar fjalarinnar frá Hólum og það jafnvel svo, að full ástæða er til, að mönnum detti í hug, hvort hún sé ekki blátt áfram ein af þeim, þær hafi allar upphaflega verið í sama húsi, þótt þær hafi svo orðið viðskila innan héraðsins. Því er það eðlilegt, að umræður um aldur og stíl Hólafjalarinnar taki mið af þeirri vitneskju, sem tiltæk er um Möðrufellsfjalirnar, en þær hafa lengi verið kunnar fræðimönnum, bæði erlendum og innlendum. Möðrufellsfjalirnar (Þjms. 6096 a—e og 7015 a—h) eru 13 tals- ins og komu til safnsins í tveimur áföngum, 1910 og 1915. Matthías Þórðarson skrifaði um þær fyrstur manna í Árbók 1916, bls. 26—30. Þá gerði ég stuttlega grein fyrir þeim í ritgerð minni um Flatatungu- fjalir í Acta Archaeologica XXIV og aftur í Kumlum og haugfé, en veigamesta ritgerðin um fjalirnar er grein Ellen Marie Mageroy, Tilene fra Möðrufell i Eyjafjord, Viking XVII, 1953, bls. 43—62. Ýmsir fleiri fræðimenn hafa getið Möðrufellsfjalanna í hinum og þessum ritum. Veit ég ekki betur en að allir séu í aðalatriðum sam- mála um stílsögulega skilgreiningu skurðverksins á fjölunum og þá um leið frá hvaða tíma það sé, þótt vera kunni að sumum hafi virzt þær lítið eitt eldri eða yngri en öðrum. Þetta samkvæði fræðimanna ætti að vera trygging fyrir því, að Möðrufellsfjölunum hafi endanlega verið skipað til sætis þar sem þeim ber. Fjalirnar 13 frá Möðrufelli eru allar úr furu, allar óheilar, svo að þær eru í rauninni aðeins bútar, mismunandi langir (6.—7. mynd). Þetta eru breið og þykk borð, og er breiddin frá 21 til 28 sm, en þykktin 2—3 sm. Hin lengsta þeirra er nú 248 sm, en margar eru miklu styttri bútar. Á öllum fjölunum eru leifar af sams konar skraut- verki. Eftir miðju þeirra allra hefur gengið upphleyptur stofn eða álma, sem efst endar með toppmunstri í flestum tilvikum, en þó virðist svo sem á sumum hafi ekkert toppmunstur verið, heldur hafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.