Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
konar merki, en ekki verður þó sýnt fram á að svo sé, heldur verður
að telja, að listamanninum hafi ekki þótt vel fara á að hafa þennan
flöt auðan og því hafi hann tekið það til bragðs að fylla hann á
þennan hátt.
3
Að lokinni þessari lýsingu er rétt að reyna að gera sér grein fyrir
ættfærslu og þá um leið aldri útskurðarins á þessari nýkomnu fjöl
frá Hólum í Eyjafirði. Engum, sem kunnugur er hinum svonefndu
Möðrufellsfjölum úr sömu sveit, getur blandazt hugur um að þær
eru nánustu ættingjar fjalarinnar frá Hólum og það jafnvel svo, að
full ástæða er til, að mönnum detti í hug, hvort hún sé ekki blátt
áfram ein af þeim, þær hafi allar upphaflega verið í sama húsi, þótt
þær hafi svo orðið viðskila innan héraðsins. Því er það eðlilegt, að
umræður um aldur og stíl Hólafjalarinnar taki mið af þeirri vitneskju,
sem tiltæk er um Möðrufellsfjalirnar, en þær hafa lengi verið kunnar
fræðimönnum, bæði erlendum og innlendum.
Möðrufellsfjalirnar (Þjms. 6096 a—e og 7015 a—h) eru 13 tals-
ins og komu til safnsins í tveimur áföngum, 1910 og 1915. Matthías
Þórðarson skrifaði um þær fyrstur manna í Árbók 1916, bls. 26—30.
Þá gerði ég stuttlega grein fyrir þeim í ritgerð minni um Flatatungu-
fjalir í Acta Archaeologica XXIV og aftur í Kumlum og haugfé,
en veigamesta ritgerðin um fjalirnar er grein Ellen Marie Mageroy,
Tilene fra Möðrufell i Eyjafjord, Viking XVII, 1953, bls. 43—62.
Ýmsir fleiri fræðimenn hafa getið Möðrufellsfjalanna í hinum og
þessum ritum. Veit ég ekki betur en að allir séu í aðalatriðum sam-
mála um stílsögulega skilgreiningu skurðverksins á fjölunum og
þá um leið frá hvaða tíma það sé, þótt vera kunni að sumum hafi virzt
þær lítið eitt eldri eða yngri en öðrum. Þetta samkvæði fræðimanna
ætti að vera trygging fyrir því, að Möðrufellsfjölunum hafi endanlega
verið skipað til sætis þar sem þeim ber.
Fjalirnar 13 frá Möðrufelli eru allar úr furu, allar óheilar, svo að
þær eru í rauninni aðeins bútar, mismunandi langir (6.—7. mynd).
Þetta eru breið og þykk borð, og er breiddin frá 21 til 28 sm, en
þykktin 2—3 sm. Hin lengsta þeirra er nú 248 sm, en margar eru
miklu styttri bútar. Á öllum fjölunum eru leifar af sams konar skraut-
verki. Eftir miðju þeirra allra hefur gengið upphleyptur stofn eða
álma, sem efst endar með toppmunstri í flestum tilvikum, en þó
virðist svo sem á sumum hafi ekkert toppmunstur verið, heldur hafi