Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
styður þá skoðun, að rúnaletur hafi verið notað til skrásetningar,
þar sem það hefur enga afgerandi þýðingu fyrir þá röksemdafærslu,
sem notuð verður í þessari ritgerð. Fyrir hvorugri skoðuninni er
unnt að færa fram óyggjandi sannanir, en á það skal bent, að það
væru einstök örlög jafnfullkomins stafrófs og rúnirnar eru, ef einu
not þeirra hafa veri'ð þær fáorðu setningar og einstöku mannanöfn,
sem varðveitzt hafa á bautasteinum og ýmsum lítt forgengilegum
munum. Það er lítt skiljanlegt, að menn, sem áttu andlegt atgervi
til að yrkja kvæði á borð við Hávamál, Völuspá og Sonatorrek og
þekktu rúnaletrið, hafi ekki haft vit á að nota það til að bera skila-
boð á milli manna og frá kynslóð til kynslóðar.
En hverjum augum sem menn líta þetta atriði, þá stendur það
óhagganlegt, að öll vitneskja um hinn heiðna si'ð á íslandi er til
okkar kominn um kristnar hendur og verður að metast með hliðsjón
af því. Allt, sem forníslenzkar heimildir hafa að segja um heiðna
háttu og ekki fær stuðning í samtíðarkvæðum eða 12. aldar ritum,
verður því að taka með mestu varkárni eins og hverjum öðrum
munnmælum eða þjóðsögu. Raunar felst allajafna einhver sannleiki
í munnmælum, en oft reynist ógerlegt áð greina þann sannleiks-
kjarna frá hisminu.
Heimildargildi viðurnefna uvi heiðinn sið.
Einn er sá þáttur í forníslenzkum ritum, sem ég tel hafa jafngott
heimildargildi um heiðna háttu og samtíðarkvæði, en það eru viður-
nefni manna. Það er varla hægt að gera ráð fyrir, að höfundar forn-
rita. okkar hafi frekar skáldað upp viðurnefni en örnefni, en þau
hafa reynzt góð heimild um forna siði. Það eru auðvitáð takmarkaðar
upplýsingar, sem viðurnefni veita, en þær geta orðið mikilvægar,
þegar hörgull er á betri heimildum og samanburður á viðurnefnum
heiðinna og kristinna manna ætti að veita nokkra vitneskju um þjóð-
félagsbreytingar af völdum trúarskiptanna.
í því skyni að fá yfirlit yfir viðurnefnatízkuna í heiðni og kristni
hafa tvö mannflestu ritin, Landnáma og Sturlunga, verið lögð til
grundvallar við rannsókn þessa. Farið er eftir nafnaskránum í þess-
um ritum (útg. Jóns Jóhannessonar, Magnúsar Finnbogasonar og
Kristjáns Eldjárns á Sturlungasögu, 1946, Landnáma, útg. Finns
Jónssonar, 1900, og útg. Jakobs Benediktssonar á Skarðsárbók, 1958)
og taldir saman allir forfeður og formæður landsnámsmanna, þeir og
afkomendur þeirra og allir norrænir menn og viðurnefni þessa fólks,