Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 24
28 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þessum tveim ritum og með þeim takmörkunum, er þegar hefur verið lýst. Meðfylgjandi tafla, sem sýnir niðurstöðuna af þessum athugunum, leiðir í ljós, að fá viðurnefnanna (7,1% og 6,3%) eru notuð bæði um menn uppalda í heiðnum og kristnum sið, og bendir það til þess, að heiðnu heitin muni yfirleitt ekki vera tilbúningur þess eða þeirra, er sömdu Landnámu, því væntanlega hefðu þau þá dregið meiri dám af þeim kristnu en raun ber vitni um. Það mun því óhætt að hafa fyrir satt, að mikil breyting hafi orðið á viðurnefnatízkunni með trúarskiptunum. Ennfremur sýnir taflan, að á báðum tímabilunum er það mun almennara, að karlar séu viðurnefndir en konur, og yfir- leitt er það almennara í heiðni en í kristni. Um það bil fjórði hver karlmaður ber viðurnefni í heiðni, en tæplega fimmti hver maður í kristni. Hlutfallslega miklu meiri verður fækkunin á þeim konum, er bera viðurnefni í kristni, en var um karlana, því þáð leggst nær af, að konur séu viðurnefndar í kristni. StaSa konunnar í hinu heiðna þjó'ðfé.lagi. Vegna þess hve viðurnefni kvennanna eru miklu færri en karlanna, er auðgert að fá yfirsýn yfir þau, og í viðbæti hér að aftan eru þau öll talin upp. Það sem sérstaka athygli vekur við athugun á þeim er að í kristni eru sex viðurnefnanna eða meira en helmingur þeirra niðrandi merkingar: Stutt-{Lína), garðafylja, ysja, farkona, syrja, in lygna, en 1 heiðni ber áðeins ein kona slíkt viðurnefni, rymgylta eða rúmgylta. Meðal karlanna munu einnig eitthvað tíðari viðurnefni niðrandi merkingar í kristni heldur en í heiðni, en áberandi er mun- urinn ekki. Talsverður hluti viðurnefna kvennanna í heiðni eru mjög lofsamleg og bera vitni andans atgervi fyllilega á borð við viðurnefni karlanna. f heiðni bera 12 karlar viðurnefni, er lúta að vitsmunum og þekkingu: inn spaki (7), Spak- (1), fullspakur (1), inn drawm- spaki (1), inn fróði (1), víss (1) eða 0.51 %,* og 4 konur: in spaka (1), in djúpúðga (1), mannvitsbrekka (2) eða 0,53%. Tilsvarandi tölur í kristni eru 10 karlar: inn spaki (2), inn fróði (6), Rita- (1), laga- bætir (1), eða 0,41%, og ein kona, in spaka, eða 0,18%, og er þó vafasamt, hvort inn spaki og in spaka séu annað en leifar heiðins tíma, er héldust við í bernsku kristninnar, því allt var þetta kristna, spaka fólk uppi á 11. öld (sjá síðar). Eitt er þó það andans atgervi, * Tölurnar innan sviga merkja fjölda þeirra manna, er báru viðurnefnið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.