Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 24
28
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þessum tveim ritum og með þeim takmörkunum, er þegar hefur
verið lýst.
Meðfylgjandi tafla, sem sýnir niðurstöðuna af þessum athugunum,
leiðir í ljós, að fá viðurnefnanna (7,1% og 6,3%) eru notuð bæði
um menn uppalda í heiðnum og kristnum sið, og bendir það til þess,
að heiðnu heitin muni yfirleitt ekki vera tilbúningur þess eða þeirra,
er sömdu Landnámu, því væntanlega hefðu þau þá dregið meiri dám
af þeim kristnu en raun ber vitni um. Það mun því óhætt að hafa
fyrir satt, að mikil breyting hafi orðið á viðurnefnatízkunni með
trúarskiptunum. Ennfremur sýnir taflan, að á báðum tímabilunum
er það mun almennara, að karlar séu viðurnefndir en konur, og yfir-
leitt er það almennara í heiðni en í kristni. Um það bil fjórði hver
karlmaður ber viðurnefni í heiðni, en tæplega fimmti hver maður í
kristni. Hlutfallslega miklu meiri verður fækkunin á þeim konum, er
bera viðurnefni í kristni, en var um karlana, því þáð leggst nær af,
að konur séu viðurnefndar í kristni.
StaSa konunnar í hinu heiðna þjó'ðfé.lagi.
Vegna þess hve viðurnefni kvennanna eru miklu færri en karlanna,
er auðgert að fá yfirsýn yfir þau, og í viðbæti hér að aftan eru þau
öll talin upp. Það sem sérstaka athygli vekur við athugun á þeim
er að í kristni eru sex viðurnefnanna eða meira en helmingur þeirra
niðrandi merkingar: Stutt-{Lína), garðafylja, ysja, farkona, syrja,
in lygna, en 1 heiðni ber áðeins ein kona slíkt viðurnefni, rymgylta
eða rúmgylta. Meðal karlanna munu einnig eitthvað tíðari viðurnefni
niðrandi merkingar í kristni heldur en í heiðni, en áberandi er mun-
urinn ekki. Talsverður hluti viðurnefna kvennanna í heiðni eru mjög
lofsamleg og bera vitni andans atgervi fyllilega á borð við viðurnefni
karlanna. f heiðni bera 12 karlar viðurnefni, er lúta að vitsmunum
og þekkingu: inn spaki (7), Spak- (1), fullspakur (1), inn drawm-
spaki (1), inn fróði (1), víss (1) eða 0.51 %,* og 4 konur: in spaka (1),
in djúpúðga (1), mannvitsbrekka (2) eða 0,53%. Tilsvarandi tölur
í kristni eru 10 karlar: inn spaki (2), inn fróði (6), Rita- (1), laga-
bætir (1), eða 0,41%, og ein kona, in spaka, eða 0,18%, og er þó
vafasamt, hvort inn spaki og in spaka séu annað en leifar heiðins
tíma, er héldust við í bernsku kristninnar, því allt var þetta kristna,
spaka fólk uppi á 11. öld (sjá síðar). Eitt er þó það andans atgervi,
* Tölurnar innan sviga merkja fjölda þeirra manna, er báru viðurnefnið.