Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 26
30 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS það fylgir ljóða lokum — nema þeirri einni, er mig armi ver eða mín systir sé. (163. v.). Viðurnefni, er benda til kunnáttu í heiðnum fræðum, eru þessi á körl- um í heiðni: Blót-(Már) (1), gandur (1) og tjörvi (1) benda til töfra almennt, en þursasprengir (1), völubrjótur (1), berserkur (1) og inn hamrammi (1) benda til yfirnáttúrlegs, líkamlegs afls eða tröll- skapar, og þar til mega teljast viðurnefnin hálftröll (1), Jötun- (1), þurs (2) og svartiþurs (1). Ennfremur mun inn rammi eiga heima í þessum flokki. Að vísu telja orðabækur merkinguna vera líkamlega og andlega sterkur, nema Guðbrandur Vigfússon og Cleasby, sem hafa einnig merkinguna „strong, mighty, with the notion of fatal or charmed power“, og hana tel ég vera hina fornu merkingu orðsins, sem síðan hafi þokað fyrir sterkur almennt. I heiðni eru sjö menn viðurnefndir inn rammi, en hinum kristnu mönnum hefur ekki þótt sæmandi að nefna samtíðarmenn sína þessu viðurnefni, því það hverf- ur að kalla af sjónarsviðinu méð kristninni. Finnbogi Geirsson (á 12. öld) er í Sturlubók nefndur inn rammi, en í Skarðsárbók og Þórðar- bólc inn fróöi, og mun það réttara. Þórður kakali er í Brandsdrápu nefndur inn rammi (Sturlunga II, 77), en vart er það notað sem við- urnefni í drápunni, þó Lind telj i svo vera. Þegar haft er í huga, að tólf menn í heiðni og sjö í kristni bera viðurnefnið inn sterki og sterkur, þá er mjög ólíklegt, að inn rammi hafi verið nákvæmlega sömu merk- ingar, því þá hefði verið ástæðulaust að hætta notkun þess í kristni. Rammur kemur víða fyrir í heiðnum skáldskap, en oftast verður ekki dæmt um það með vissu, hvort um eðlilegan eða yfirnáttúrlegan styrkleika sé að ræða, þó hið síðarnefnda sé líklegra í samböndunum „rammt gól Oddrún / bitra galdra“ (Oddrúnargrátur, 7. v.), „römm ragnarök sigtíva" (Völuspá, 44. v.), „Ramt er það tré / er ríða skal / öllum að upploki“ (Hávamál, 136. v.), og mér þykir sennilegt, að Kormáki hafi verið gjörningaást í huga, þegar hann orti um „ramma- ást í mínu jötuns snótar lei'ði“ (Kormáks saga 1. v.), þar sem hann notar „jötuns snótar leiði“ um huga sinn. Um fimm þeirra manna, er báru viðurnefnið inn rarnmi, er svo lítið vitað, að ekkert verður ráðið í, hversvegna þeir hlutu það (Án, Atli Eilífsson, Kollsveinn, Illugi Ásláksson, Þormóður Haraldsson). Steinröður inn rammi var sonur Þóris þursasprengis, og um hann segir Landnáma: „er mörgum manni vann bót, er aðrar meinvættir gerðu mein. Geirhildur hét fjölkunnig kona og meinsöm. Það sá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.