Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 27
NOKKRIR ÞÆTTIR 31 ófreskir menn, að Steinröður kom að henni óvarri, en hún brá sér í nautsbelgs líki vatnsfulls“ (Skarðsárb., bls. 115). Frá þessu segir í kvæði, og mun það ástæðan til að nokkuð annað en nafnið er varð- veitt um Steinröð. Það er enginn vafi á, að hér felst nokkurnveginn sama merkingin í viðurnefnum feðganna. Af Finnboga inum ramma er til heil saga, þar sem honum er lýst sem miklum kraftamanni, en sagan er ung og auk þess óábyggileg, svo heimildargildi hennar er ekkert viðvíkjandi heiðnum högum. f Landnámu segir það eitt af Finnboga, að hann hafi verið sonur Ásbjarnar dettiáss, sonar Eyvind- ar, er nam Flateyjardal upp til Gunnsteina og blótáði þá. Það er ekki ljóst, hvað dettiás merkir. Lind telur orðið merkja „slagbom, fállbom", en mér þætti líklegra, að síðari liður orðsins væri áss í merkingunni goð, vegna blótskapar föðurins, og mætti þá vera um þrjá ættliði að ræða, er hefðu lagt stund á forneskju. Það sem fram hefur komið um orðið rammur í heimildum, er ætla má að séu heiðnar, bendir eindregið til þess, að þá hafi merking þess verið fjölkynngis- kraftur, en síðar hvarf tröllskapurinn úr merkingunni, sem þá varð einfaldlega sterkur. Þessi viðurnefni kristinna karla lúta að forneskj u: inn fjöllcunnugi (1), Skratta- (1), Grýlu- (1) og hrakauga (1). Allt nöfn, sem ekki tíðkuðust í heiðni. í heiðni bera tíu menn viðurnefni, er lúta að speki og ein kona, en í kristni tveir menn (Gunnar inn spaki Þorgrímsson, lögsögumaður 1063—65 og 1075; Þórarinn inn spaki Þorvaldsson) og ein kona (Þur- íður in spaka Snorradóttir, um 1026—1112). Þetta viðurnefni er því við líði, þar til kristnin er orðin föst í sessi, þá þokar það fyrir inn fróöi, sem sex menn eru viðurnefndir í kristni, en aðeins einn í heiðni (Þórólfur, tengdafaðir Böðólfs, er nam Tjörnes). Ferill viðurnefnisins inn spaki er mjög líkur og ins ramma, svo ástæ'ða er til þess að athuga, hvort þar sé ekki einnig um merkingarbreytingu að ræða. f Lexikon poeticum segir um spakr: vis, klog (bruges især om de medfodte ævner, modsat fróðr, samt om lovkyndighed), og mun það sú merking, sem flestir leggja í spakur og fróður nú. En orðabók Guðbrands Vigfússonar og Cleasbys hefur þessa merkingu: Wise, — by the anci- ents the word is used with the notion of prophetic vision or second sight, og það tel ég að fari nær sannleikanum. í Fáfnismálum (32. v.) segir, að Sigurður muni verða spakur, ef hann eti hjarta Fáfnis, og í Völuspá (29. v.) er sagt „spjöll spaklig ok spáganda". Á báðum stöðunum mun vera átt við heiðinn fróðleik — spásagnaranda. Um fimm mannanna, sem kenndir eru til speki (Spak-Böðvar, Hróðgeir inn spaki í Hraungerði, Ósvífur inn spaki Helgason, Þór-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.