Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 28
32 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS arinn spaki Þorvaldsson og Þorkell fullspakur, er nam Njarðvík) er svo lítið kunnugt, að engar líkur verða að því leiddar, hversvegna þeir hlutu viðurnefnið. Þáð má telja líklegt, að lögspeki hafi ráðið viðurnefni Þorleifs ins spaka Hörða-Kárasonar, er samdi Úlfljótslög með Úlfljóti, Gunn- ars lögsögumanns og trúlega einnig Bjarna ins spaka Þorsteinssonar, afa Markúss lögsögumanns Skeggjasonar. En athyglisvert er, að lögsögumennirnir Styrmir Kársson og Snorri Sturluson eru viður- nefndir inn fróði, en ekki inn spaki. Gestur inn spaki Oddleifsson „lagði ráð til“, að Völu-Steini „bættist helstríð, er hann bar um Ögmund son sinn“, segir í Landnámu (s. 171). Gestur yrkir þá upphaf Ögmundardrápu, að sögn Landnámu, en í Snorra-Eddu er Völu-Steinn talinn höfundur drápunnar, og má hvorttveggja vera rétt. Ljótur inn spaki Þorgrímsson biður Gest um að segja sér forlög sín og sonar síns, og gerir hann það, en ekki kem- ur neitt fram í viðskiptum þeirra Gests, sem gefur til kynna, hvers- vegna Ljótur hlaut viðurnefni sitt. Þorsteinn surtur og inn spaki fann sumarauka, sem er ærið tilefni til að hljóta viðurnefnið inn spaki, hafi merkingin í því verið nátt- úrugreindur eða vitur, en á það ber einnig að líta, að hann var sonur Hallsteins Þorskafjarðargoða Þórólfssonar Mostrarskeggs og alinn upp hjá þeim síðarnefnda, en báðir voru þeir Hallur og Þórólfur miklir Þórsdýrkendur. Þorsteinn má því hafa öðlazt góða kunnáttu í heiðnum fræðum. Þuríður in spaka bjó í Hörgsholti og var dóttir Tungu-Odds goða. Þórdís dóttir Þuríðar var gift Guðlaugi inum auðga, syni Þormóðar goða, en Jófríði systur Þuríðar átti Þorfinnur Selþórisson. Guðlaug- ur „skoraði á Þorfinn til landa og bauð honum hólmgöngu. Þeir féllu báðir á hólmi, en Þuríður græddi þá báða og sætti þá“ (Landnáma s. 147). Það fer ekki hjá því, að Þuríður hefur kunnað margt fyrir sér og verið handgengin heiðnum trúarsiðum. Um Þuríði ina spöku Snorradóttur goða segir í Islendingabók „er bæði var margspök og óljúgfróð", og í Flateyjarannál er hún kölluð spákona. Speki þessara fjögurra síðasttöldu manna er eðlilegast að álíta, að hafi verið fólgin í þekkingu á heiðnum fræðum og því, er talið var að gerði menn forspáa, og í sama flokki verður Finni inn draumspaki. Hvort lögvizkan ein hafi nægt til að viðurnefnið inn spalci festist við menn, verður ekki ráðið af þeim þremur dæmum, sem nefnd voru, en hafi svo verið, má merkilegt heita, að Úlfljótur skuli ekki hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.