Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 30
34 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS jafnt skráðra sem í formi fornminja, hafa leitt í ljós, að engar bygg- ingaleifar, sem örugglega séu af slíkum mannvirkjum, er kunnugt um að séu varðveittar, og sama er að segja um muni, s. s. hlautbolla, hlautteina og stalla. Það eru heldur ekki til neinar samtíða lýsingar á hofum eða hörgum, sem séu svo nákvæmar og einhlítar. að unnt sé áð skapa sér sæmilega örugga mynd af þessum mannvirkjum. Olsen hallast því að þeirri skoðun, að hofin hafi ekki verið sérstakar og reisulegar byggingar, er auk skurðgoðanna gátu rúmað þann mann- fjölda, er tók þátt í blótveizlunum. Hann álítur, að blótin hafi farið fram undir berum himni og að í mesta lagi hafi verið um að ræða lítilfj örlegt skýli fyrir skurðgoðin, ef þau þá hafa verið annað en útskornar guðamyndir á öndvegissúlunum í langhúsi bæjanna, en þar álítur Olsen að blótveizlurnar hafi farið fram. Því til stuðnings bendir hann á hina óvenjustóru langhústóft að Hofstöðum í Mývatns- sveit með hinum stóra seyði utan langhússins, sem hann álítur að hafi verið notaður í stórveizlum, því annar lítill seyðir var í langhús- inu til venjulegra heimilisnota. Það verður ekki annað séð en að niðurstaða Olsens sé rétt í aðal- atriðum, og liggur þá jafnframt ljóst fyrir ástæðan til hinna miklu umskipta á högum konunnar méð trúarskiptunum. 1 heiðni hefur verulegur hluti trúariðkananna farið fram á vettvangi konunnar, heimilinu, og því skiljanlegt, að hlutur hennar í þeim hafi verið mikill, eins og viðurnefnin gefa tilefni til að halda. Með kristnitök- unni flyzt meginþáttur trúarlífsins af heimilinu í guðshúsið, og það sem meira er, konunni eru meinuð öll embætti í sambandi við guðs- þjónustu. Lækningar og töfrar í heiðni og kristni. Til þessara gagngerðu breytinga á verksviði konunnar í trúmálum held ég einnig að megi rekja eina af þeim undanþágum, sem heiðnum mönnum voru veittar við kristnitökuna, nefnilega „skyldu menn blóta á laun, ef vildu, en varða fjörbaugsgarður, ef vottum of kæmi við“. (íslendingabók, útg. Finns Jónssonar 1930, bls. 29). Þetta er ákaflega undarleg skipan mála, og getur varla hafa verið gerð af nærgætni við gamalt fólk og rótgróið í hinum forna sið, því þá hefði málamiðl- unin væntanlega verið fólgin í því að gefa þessu fólki kost á að prím- signast, sem var gamalkunnugt ráð, þá heiðnir menn þurftu að samneyta kristnum. Undanþágan hefur vafalítið byggzt á rökum, sem kristnir menn hafa tekið til greina að nokkru leyti og því sætt sig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.