Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 32
36 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS steinar dökkir og með eða ofan á þessu efni nokkur lítil járnbrot, sem ekki tóku á sig hlutarlögun, enda mjög þrungin af ryði. Ofar eða við miðjan hrygg var önnur hrúga, sem í voru járnbrot ómerk, lítill hálfglær steinn með gati, líkur perlu, lítill kuðungur og tveir sérkennilegii' steinar, annar grár og sporöskjulagaður með gati, líkur örlitlum kljásteini, hinn holufylling, sem fengið hefur lögun eins og hólkur eða hringur. Allir þessir hlutir virðast vera gagnslaust dót, sem tínt hefur verið saman af sérvizku, hjátrú eða hnýsni“ (Árb. 1965, bls. 10). 7) Ytra-Garðshorn, 3. kuml, kona. „Hnöttóttur smá- steinn af þeirri tegund, sem við vitum nú, að fólk safnaði einhverra hluta vegna“. Fannst ásamt fleiri munum til fóta í kumlinu (Árb. 1965, bls. 39). 8) Ytra-Garðshorn, 10. kuml, sennilega konu. Gler- hallur af sömu tegund og þeir í 9), fannst aftast í kumlinu (Árb. 1965, bls. 47). 9) Ytra-Garðshorn, 9. kuml, konu. „Til fóta í gröf- inni smátöng (pincet) úr járni og vaxmoli (Árb. 1965. bls. 46). Alls eru þetta 9 kuml, 3 karla og 6 kvenna, en þegar haft er í huga, að ekkert þeirra er fundið fyrir 1932, má gera ráð fyrir, að áður fyrr hafi mönnum sézt yfir þessa steina, svo raunverulega munu þeir vera mun almennari kumlmunir en ætla mætti af þessu kumlatali. Steinarnir eru ýmissa tegunda, náttúrusteinar. Sameiginlegt með þeim er, að þeir eru sérkennilegir að lögun, gerð eða hvorttveggja, líkt og þeir steinar, er við oft hirðum á förnum vegi og geymum okkur til gamans. Á engum steinanna er neinskonar krot, er ætla megi af mannavöldum, en sennilega hafa þeir hlotið lækningamátt sinn með blótum af einhverju tagi. Það hefur verið kveðið yfir þeim eða þeir magnaðir með því að rjóða þá blóði fórnardýrs eða með öðrum hætti. Tíðast er aðeins einn eða fáeinir slíkir steinar í hverju kumli, nema í nr. 9, þar sem var hrúga af þeim, líkt og um eins konar lyfjabúð væri að ræða. Manni kemur til hugar, að konan, er þar var heyg'ð, hafi verið læknir, til þess gæti vaxmolinn og smátöngin einnig bent. Vax var algengur þáttur í mörgum smyrslum fyrr á tímum, allt frá dögum hinna fornu Egypta 1000—2000 f. K. (H. E. Sigerist: A History of Medicine, Vol. I, 1955, 339) og er getið í sama tilgangi í gamalli íslenzkri lækningabók af þeirri gerð, sem raktar eru til Harpestrængs (H. Larsen: An Old Icelandic Medical Miscellany. Oslo 1931). Smátöngina tel ég vera læknistæki, notað til að taka í sárbarma og til að tína beinflísar og smá-aðskotahluti úr sári. Aðeins ein önnur smátöng er kunn úr kumlum hér á landi. Það er bronsitöng úr konu- kumli að Kornsá í Vatnsdal (Kuml og haugfé, bls. 95—97), en búið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.