Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 37
NOKKRIR ÞÆTTIR 41 strikað yfir „al“ og ritað „bor“ upp yfir. Það er að minnsta kosti ekki annað sýnilegt en að ritarinn hafi talið að alinn og borinn væru sömu merkingar, svo að á hans dögum hefur hin forna merking í borinn sennilega verið týnd, og í Jónsbók (útg. Ólafur Halldórsson, Kobenhavn, 1904) kemur það svo skýrt fram, að ekki verður um villzt. Þar segir um bónda eið: „Eru eigi aðeins þeir skyldir til að ábyrgjast og halda þenna eið, sem sverja, heldur og allir þeir, sem í konungs lýðskyldu eru, alnir og óbornir, þeir sem konungs eiðs vilja njóta“, og til frekari áréttingar: „það vitu og allir menn, að það barn, er fætt var á síðasta vetri konungs ævi, að konungur er jafnskyldur því rétt að gera sem þeim manni, er honum sór eið á fyrsta þingi“ (bls. 29—30). Hafi borinn frá upphafi vega verið notað í merkingunni fæddur, þá kem ég ekki auga á neina frambærilega ástæðu til þess, a'ð bera er aldrei haft um konur í merkingunni að ala barn. En ef hin heiðna merking í borinn var „barn borið í ætt“, þá er skiljanlegt, að sú merking gleymdist fljótlega, eftir að skírnin hafði leyst þann sið af hólmi. Af því, sem þegar hefur komið fram um hugtakið borinn, má ráða, að í heiðni var föðurnum borið barnið til viðtöku í ætt sína, og gerði hann það, þá hefur hann eflaust vi'ð sama tækifæri gefið barninu nafn, sennilega helgað af vatnsaustri. En áður en lengra er haldið, er rétt að athuga, hver bar föðurnum barnið. 1 Grikklandi, á heiðnum tímum, voru tvennskonar ljósmæður, venjulegar og svo læknislærðar, og kom það í hlut þeirra síðarnefndu að færa föðurnum hið nýfædda barn, og þótti það mikil ábyrgðarstaða. Ef hann vi'ðurkenndi barnið, lyfti hann því og rétti það síðan aftur ljósmóðurinni, en ef hann hafnaði barninu, sneri hann sér undan (H. Graham: Eternal Eve, Heinemann 1950, bls. 39). Hér á landi mun það hafa verið móðirin, sem bar föðurnum barnið. Það má ráða af Rígsþulu, sem segir, að foreldrarnir hafi ausið það vatni, og af orðasamböndunum þýboriö (Grg. 1852, I, 201, ísl. fornrit II, 25. v.) og frillubori'ð. Ennfremur af frásögn Landnámu af Myrgjol, en þar segir: „Myrgjol var ambátt konu jarls og þjónaði henni trúlega. Hún var margkunnandi. Hún varðveitti barn drottningar óborið, meðan hún var í laugu.“ (Landn. 1900, 157). Ég tel, að hér sé átt vi'ð, að Myrgjol hafi tekið á móti barni drottningar og síðan varðveitt það, meðan drottning laugaði sig eftir barnsburðinn og áður en hún bæri jarli barnið. Hvergi í fornum heimildum er sagt, hvernig brugð- izt var við, þegar ákveðið var að bera barnið út, en hafi verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.