Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 48
52 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hélt ég því m. a. fram, að varlegast væri að byggja ekki mjög á tölu beinagrinda úr Skeljastaðakirkjugarði, þar eð óvíst væri, hversu margar beinagrindur hefðu horfið þaðan af manna eða náttúrunnar völdum. Vitnaði ég m. a. í ritgerð Brynjúlfs Jónssonar frá Minnanúpi, Um Þjórsárdal, í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1884—1885, en þar segir: „Framan undir grastónni hefir blásið upp talsvert af mannabeinum; sjást enn leifar af þeim, en eyðast hváð af hverju, sem von er“ (op. cit., bls. 53). Einnig vitnaði ég í ummæli Daniels Bruun, sem kom í Þjórsárdal 1896, en þar segir að „en Kirkegaard forraades ved de hvide Menneske- knogler, som ligger spredt paa den sorte Aske. Blæsten har afdækket alt dette“ (Fortidsminder og Nutidshjem, Kbh. 1928, bls. 139). Og Jón Ófeigsson segir frá því í Árbólc Feröafélags íslands 1928 (bls. 22), að á Skeljastöðum hafi fyrir nokkrum árum fundizt 2 höfuðkúp- ur og hafi a. m. k. önnur þeirra verið tekin burt. Þeir Ólafur og Jón færðu ýmis önnur og veigamikil rök gegn tíma- setningu minni á eyðingu Þjórsárdals, enda kom síðar í ljós, að hún var alröng, og var ónógum öskulagarannsóknum einkum um að kenna. Eftir að ég kynntist Heklu og einkennum hennar sem eldfjalls nánar í sambandi við gosið 1947/48, tók ég gossögu hennar til ítar- legrar rannsóknar og komst þá að þeirri niðurstöðu, að það vikurlag, sem eyddi byggð í Þjórsárdalnum væri úr fyrsta gosi Heklu síðan sögur hófust. Út frá því, sem við nú vitum um eðli Heklu, er sú stað- reynd, að þetta vikurlag er líparískt, nægilegt til sönnunar því, að það er úr fyrsta gosi Heklu eftir goshlé, sem er lengra en svo, að um nokkurt síðara gos geti verið að ræða. En fyrsta gos Heklu segja fornir annálar, allir nema Oddaverjaannáll, hafa verið 1104 (Odda- verjaannáll 1106). Fullkomlega öruggt er ártali'ð ekki, þar eð annál- arnir eru ekki samtímaheimildir og elzta heimild um gosið, Hungur- vaka, getur þess eins, að það hafi orðið í biskupstíð Gizurar Isleifs- sonar, sem var biskup 1082—1118, en vart er ástæða til að ætla, að um skekkju sé að ræða, er skipti nokkru máli.1 Vitað er, að bæir hafa verið komnir í eyði í Þjórsárdal fyrir þetta gos, en öruggt má telja, að það hafi lagt í eyði flesta þá bæi, sem byggðir hafa verið í dalnum innan við Skriðufell og Sandártungu. Óneitanlega er sú niðurstaða, að Þjórsárdalur hafi farið í eyði um 1104, miklu nær tímasetningu Ólafs og Jóns en minni upprunalegu, i Sjá nánar hér um nýútkomið rit: S. Þórarinsson, The Eruption of Hekla in Historical Times, Reykjavík 1967, bls. 23—38.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.