Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 56
60
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fleyta.--------Vindur var það mikill beint á eftir, að ég setti
stýrið fyrir, þegar seglin voru komin upp. Sjórinn var sléttur,
svo ekki þurfti að óttast ágjöf. Þegar við höfðum siglt stutta stund,
fóru hásetarnir að horfa óeðlilega mikið aftur, og jafnhliða fór
ég að heyra dynki, sem ég þekkti mætavel og hef oft heyrt, bæði
fyrr og síðar, og komizt í kynni við. En í þetta skipti átti ég alls
ekki von á brotsjóum. Hljóðið fór vaxandi. Eftir svolítinn tíma
segir Magnús (einn af hásetunum) : „Sérðu það, sem kemur á
eftir?“. Gnýrinn fór nú óðum vaxandi, og segir Magnús þá: „Á
ekki að fleygja út?“ Ég svaraði: „Það þýðir ekkert“.
Áður en sjórinn var alveg kominn að okkur, gat ég lesið á andliti
hásetanna tilfinningar þeirra, fyrst ótta og jafnvel skelfingu, síð-
an undrun og aðdáun. Ég skal játa, að það hefur að líkindum
verið bleyðuskapur minn, sem réð því, að ég leit ekki aftur.----
Eins og áður er frá sagt, sá ég ekki það, sem á eftir bátnum
kom, en síðan byltist fram hjá honum brot á báðar hendur. Ég
þori ekki að fullyrða það með vissu, en mér virtist öldufaldurinn
jafnhár seglinu á bátnum. Við vorum eins og í tröð á milli brot-
anna. Töluvert skvettist yfir bátinn að framan, en ámóta ágjöf
var daglegur viðburður á þessum opnu fleytum.
Þegar þessi ósköp voru að byltast fram hjá, sá ég að þar var
á ferð einn brotsjór, sem ekki sá fyrir endann á, í hvora áttina,
sem litið var. Hann reis og féll og var alltaf jafnsterkur gagn-
stætt því, sem algengast er, ef um venjulega vindsjói er áð ræða á
miklu dýpi. Skarðið, sem við höfðum flotið í gegnum virtist al-
gerlega horfið, eftir að sjórinn hafði brotnað tvisvar til þrisvar
sinnum fram undan okkur. Þó skal ég ekki íullyrða það, því ólíkt
er að horfa undan úfnum sj ó heldur en á móti honum eins og öllum
er kunnugt, sem sjó þekkja".1
Annað atvik þessu líkt henti Þorstein í Laufási aldrei aftur á
langri sjómannsævi, og vissi hann ekki til, að aðrir hefðu orðið fyrir
slíku.
í Faxaflóa er svonefnt Miðflóahraun, og heitir innsti hluti þess
Kambshraun. Þetta er grunnur fláki með fárra faðma dýpi á nokkr-
um stöðum. Þar verður stundum foráttubrim í bláhvíta logni, svo að
brimskaflar falla.2
1 Þorsteinn Jónsson: Formannsævi I Eyjum, Rvík 1950, bls. 94—95.
2 Sögn Magnúsar Þórarinssonar (f. 1879) frá Flankastöðum á Miðnesi. Hann sá oft
þetta fyrirbrigði á Kambshrauni.