Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 57
HAFGERÐINGAR 61 Eitt sinn var bátur á ferð inn Eyjafjörð á leið til Akureyrar. Gögn brestur til þess að tímasetja þessa för með nákvæmni, en líklegast hef- ur hún átt sér stað síðast á 18. öld eða snemma á þeirri 19. Frá þessari Eyjafjarðarferð er sagt á þessa lund: — „En er inn sótti á fjörðinn var það í logni, (að) boði mikill reis móti skipinu, svo inn hellti kviku mikilli, og þegar svo annar mikill sjór, áð nær fyllti og sneri skipinu. Þegar reis hinn þriðji boði svo mikill, að nær hvolfdi." Síðar varð ekki frekar að, og náði báturinn heilu og höldnu í stilli- veðri inn á Akureyri.1 Næst er að víkja að sögu úr Breiðafirði, en hún er á þessa leið: — „Eggert Ólafsson í Hergilsey fór kaupstaðarför suður í Stykkis- hólm, en skammt var hann kominn á leið vestur fyrir Hrappsey, er veðuræsingur þaut á hann upp úr logni, en úr hófi þótti keyra, er hann kom vestur úr Krosssundi. Sigldi hann nú með skauti einu, því ei var voðhæft. Hugðist hann þá ná Bjarneyjum, en er nálgaðist þær, var sem veðrið stæði af þeim, svo enginn var þess kostur. Sögðu svo hásetar Eggerts, að þeim sýndist eldglæringar fylgja veðri því, var þá og nótt á komin og alllöng, því mjög var farið að hausta. Eigi sá af borðum út fyrir særoki og mvrkri. Lentu þeir um nóttina síðla í Flatey, þar Bryggja heitir. Lægði þá veðrið, er þeir voru lentir og gjörði það gott, er morgnaði. Við það fór Eggert af stað, en þá var sem umhverfðist sjór að nýju, bað Eggert þá aftur að landi leggja — —“.2 — Þessi atburður hefur ekki gerzt fyr en 1781, en það ár mun Eggert hafa setzt að í Hergilsey. Hinn 17. apríl 1834 gerði allt í einu bráðaveður, er einungis stóð fjórar stundir, en á þeim tíma fórust 43 menn, er voru á sjó af Akranesi og Álftanesi.3 Föstudaginn seinastan í góu árið 1700, er var hinn 8. marz, fórust á einni eykt 129 menn í Gullbringusýslu.4 Grænlendingasaga greinir frá því, að einn af þeim mönnum, er sigldu til Grænlands sumarið 986, hafi verið Herjólfur Bárðarson frá Drepstokki, nú í Stokkseyrarhreppi. Meðal áhafnar hans var suðureyskur máður kristinn. Fátt segir af ferð Herjólfs til Græn- lands, en þegar þangað kom, nam hann land á Herjólfsnesi og þótti hinn göfugasti maður. En á leið hans til Grænlands verða þau atvik, sem koma Suðureyingnum til þess að yrkja Hafgerðingadrápu. Úr 1 Lbs. 1293 4to, bls. 171. 2 Lbs. 403 4to, bls. 14—15. s Sunnanpósturinn I, bls. 7. ■t Árbækur Espólíns VIII, bls. 66.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.