Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 59
HAFGERÐINGAR
63
hvergi hli'ð á vera, og eru þær stórum fjöllum hærri, líkar brött-
um gnípum, og vita menn fá dæmi til, að þeir menn hafi úr höfum
komizt, er þar hafa í verið staddir, þá er þessi atburður hefur
orðið. En því munu sögur vera af gjörðar, að guð mun æ nokkura
hafa frelsað, þá sem þar hafa verið staddir, og mun þeirra ræða
síðan dreifzt hafa og flutzt manna í millum, hvort sem nú er svo
frá sagt sem þeir hafa helzt um rætt eða er nokkuð þeirra ræða
aukin eða vönuð, og munum vér því varlega um þá hluti ræða,
að vér höfum fáa þá hitt nýlega, er þaðan hafa komizt og oss kynni
þessi tíðindi að segja".1
Ef til vill kemur það einhverjum einkennilega fyrir sjónir, að
dæmin skuli vera talin upp í þeirri röð, sem hér er gert. Hvers vegna
er endað á frásögn Konungsskuggsjár, en ekki Grænlandsferð Herjólfs
frá Drepstokki, sem þó á sér stað nær þrem öldum fyrr en Konungs-
skuggsjá er talin skráð, ef tímasetning er rétt? Því er til að svara,
að ekki þykir lengur við hæfi að miða við þann tíma, er menn ætlast
á um, að eitthvað hafi gerzt, eigi heldur við þann tíma, þá er atburður-
inn er ritaður, ef heimildargagnið er glatað, nema fyrir tortímingu
þess hafi fengizt fullvissa um, hvenær það var skráð. Tómas trúir
ekki nema hann taki á. Öll nútímavísindi grundvallast á þeirri skoðun.
Hins vegar skal það tekið skýrt fram, að munnleg geymd getur verið
haldgóð, jafnvel þótt tveir eða þrír ættliðir og ef til vill fleiri hafi
varðveitt frásögnina í huga sér, ef minnið er trútt. Gildir þá vitanlega
einu, hvort sögnin er komin úr munnlegri geymd í upphafi eða hún
hefur verið rituð, en frumhandritið glatazt, einhver numið það, sem
á því var og efnið orðið að reikisögu, sem aftur er skrásett löngu
síðar. Viðhorfið til þess að geyma mikið í minni var allt annað fyrir
einni öld en nú er, þótt ekki sé lengra seilzt aftur. Af þeim sökum
má með engu móti hafna munnlegu geymdinni án nákvæmrar rann-
sóknar, ekki sízt, ef hún endurspeglar það, sem við þekltjum af eigin
reynslu eða óvéfengjanlegum heimildum. Auðvitað getur frásögn, sem
varðveitt er í frumgagni, verið meira eða minna ósönn, og gegnir
sama um, hvort það er ungt eða gamalt. En hvað sem öllu þessu líður,
verður, þegar um margra alda atburði er að ræða, að raða þeim
eftir aldri handritanna, sem þeir eru varðveittir í, en ekki eftir þeim
tíma, sem atburðurinn kann að hafa gerzt á, hversu miklar líkur, sem
styðja það, að hann sé réttur.
Ætti nú að vera ljóst, hvers vegna röðin á þrem síðustu atburð-
l Konungsskuggsjá, Oslo 1945, bls. 27—28.