Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 61
HAFGERÐINGAR
65
framt að athuga ýmsar aðrar heimildir, sem ekki var að vænta að
honum væri kunnar.
Steenstrup virðist ætla, að flóðöldur líkar þeim, sem skullu á
Danmerkurströnd 5. júní 1858, séu óþekkt fyrirbrigði á fslandi, a.
m. k. nefnir hann það ekki, þrátt fyrir öll þau mörgu dæmi, sem
hann tilgreinir víðs vegar að úr heiminum. En vissulega hefði hann
mátt í þessu sambandi geta um hið svonefnda Bátsendaflóð, sem kom
hér á suðvesturlandi nóttina 8.—9. janúar 1799. Það var með þeim
eindæmum, að ég hef ekki rekizt á neitt þvílíkt í íslenzkum heimild-
argögnum, hvorki fyrr né síðar. Jón Espólín greinir mjög ýtarlega
frá þessum náttúruhamförum og afleiðingum þeirra í Árbókum sín-
um, og verð ég að vísa þeim, sem náinnar vitneskju vilja afla sér um
þennan atburð, á þá heimild.1 Þegar Bátsendaflóðið verður, er Jón
eimmgis þrítugur og á þá heima í Þingnesi í Borgarfirði. Það má því
heita svo, að hann sé miðsvæðis, þar sem ósköpin dynja yfir. Jón
hafði því skilyr'ði til þess að greina náið og skilmerkilega frá öllu,
sem gerðist fyrrnefnda nótt, enda virðist hann gera það. En hann
er vísindalega sinnaður, þekkir sínar takmarkanir, og þess vegna
gerir hann enga tilraun til þess að reyna að skýra orsakir náttúru-
hamfaranna. Þar sem flóðöldunnar gætti mest, en það var í Staðar-
sveit, gekk hún skemmst 300 faðma upp fyrir stórstraumstakmörk,
en lengst 1500 faðma. Mér fer eins og Jóni og læt lönd og leið að
geta mér til, hvað valdið hafi þessu flóði. Einhverjir hugsa ef til
vill á þá leið, að ekki þurfi djúpt áð grafa eftir skýringu á Báts-
endaflóðinu, auðvitað hafi umbrot á hafsbotni verið orsökin. En sú
skýring er ekki jafneinhlít og ætla mætti, ef marka má frásögn Espó-
líns, sem telja verður allvíst að sé örugg. En hann segir: „Þá gjörði að-
faranótt hins 9. janúar, sunnan- og vestanlands, veður mikið af út-
suðri, höfðu þó komið önnur fyrri, en eigi jafnmikil. Fylgdi því veðri
regn mikið, þrumur og leiftranir og var himinninn all-ógurlegur að
líta, þar með fylgdi brim og hafrót með miklum straumi---------“2
Þáð sem er sameiginlegt Danmerkurfyrirbrigðinu 1858 og Báts-
endaflóði er flóðið sjálft og þrumuveðrið, en þó virðist sjórinn hafa
ætt lengra upp á ströndina hér. Hins vegar er á það að líta, að Dan-
merkurhamfarirnar verða, þegar bezt og blíðast ætti að láta að
sumri, einmitt þá er vænta mætti þess, að sjór og loft stæði, eins og
þa'ð er orðað á vestfirzku, en Bátsendaflóðið á sér stað um hávetur
og fyrir opnu Norður-Atlantshafi.
1 Árbækur Espólíns XI, bls. 96—97.
2 Sama, bls. 96.
5