Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 61
HAFGERÐINGAR 65 framt að athuga ýmsar aðrar heimildir, sem ekki var að vænta að honum væri kunnar. Steenstrup virðist ætla, að flóðöldur líkar þeim, sem skullu á Danmerkurströnd 5. júní 1858, séu óþekkt fyrirbrigði á fslandi, a. m. k. nefnir hann það ekki, þrátt fyrir öll þau mörgu dæmi, sem hann tilgreinir víðs vegar að úr heiminum. En vissulega hefði hann mátt í þessu sambandi geta um hið svonefnda Bátsendaflóð, sem kom hér á suðvesturlandi nóttina 8.—9. janúar 1799. Það var með þeim eindæmum, að ég hef ekki rekizt á neitt þvílíkt í íslenzkum heimild- argögnum, hvorki fyrr né síðar. Jón Espólín greinir mjög ýtarlega frá þessum náttúruhamförum og afleiðingum þeirra í Árbókum sín- um, og verð ég að vísa þeim, sem náinnar vitneskju vilja afla sér um þennan atburð, á þá heimild.1 Þegar Bátsendaflóðið verður, er Jón eimmgis þrítugur og á þá heima í Þingnesi í Borgarfirði. Það má því heita svo, að hann sé miðsvæðis, þar sem ósköpin dynja yfir. Jón hafði því skilyr'ði til þess að greina náið og skilmerkilega frá öllu, sem gerðist fyrrnefnda nótt, enda virðist hann gera það. En hann er vísindalega sinnaður, þekkir sínar takmarkanir, og þess vegna gerir hann enga tilraun til þess að reyna að skýra orsakir náttúru- hamfaranna. Þar sem flóðöldunnar gætti mest, en það var í Staðar- sveit, gekk hún skemmst 300 faðma upp fyrir stórstraumstakmörk, en lengst 1500 faðma. Mér fer eins og Jóni og læt lönd og leið að geta mér til, hvað valdið hafi þessu flóði. Einhverjir hugsa ef til vill á þá leið, að ekki þurfi djúpt áð grafa eftir skýringu á Báts- endaflóðinu, auðvitað hafi umbrot á hafsbotni verið orsökin. En sú skýring er ekki jafneinhlít og ætla mætti, ef marka má frásögn Espó- líns, sem telja verður allvíst að sé örugg. En hann segir: „Þá gjörði að- faranótt hins 9. janúar, sunnan- og vestanlands, veður mikið af út- suðri, höfðu þó komið önnur fyrri, en eigi jafnmikil. Fylgdi því veðri regn mikið, þrumur og leiftranir og var himinninn all-ógurlegur að líta, þar með fylgdi brim og hafrót með miklum straumi---------“2 Þáð sem er sameiginlegt Danmerkurfyrirbrigðinu 1858 og Báts- endaflóði er flóðið sjálft og þrumuveðrið, en þó virðist sjórinn hafa ætt lengra upp á ströndina hér. Hins vegar er á það að líta, að Dan- merkurhamfarirnar verða, þegar bezt og blíðast ætti að láta að sumri, einmitt þá er vænta mætti þess, að sjór og loft stæði, eins og þa'ð er orðað á vestfirzku, en Bátsendaflóðið á sér stað um hávetur og fyrir opnu Norður-Atlantshafi. 1 Árbækur Espólíns XI, bls. 96—97. 2 Sama, bls. 96. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.