Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 63
H AFGERÐIN G AR
67
bógnum um Krosssund, sem er á milli Fremri- og Efri-Langeyjar, og
í átt til Vestureyja. En hver er ástæ'ðan til þess, að veðrið stendur af
Bjarneyjum, þegar þangað kemur, stillir, eftir að hann hefur ient
í Flatey, veður rýkur upp að nýju svo að sjór umhverfist? Er ekki
eitthvað bogið við þessa frásögn, er hún ekki hreinn tilbúningur?
Allt var andstreymi Eggerts í þessari ferð eignað göldrum Dýrfirð-
inga.1 Eyjafjarðaratburðurinn fyrrnefndi var einnig settur í sam-
band við galdra.2 En hugmyndaflug alþýðu og jafnvel lærðra manna
var enn tengd göldrum á 18. og 19. öld. Atburðir, sem með engu móti
er hægt að véfengja að hafi átt sér stað, voru skýrðir með hindur-
vitnatrú. Má í því sambandi nefna Bátsendaflóðið, en sá viðburður
var einnig nefndur Músarbylur, sökum þess, að karl, sem bjó á Fossi
í Staðarsveit, átti áð hafa sleppt flæðarmús í sjóinn, og að sjálfsögðu
voru allar ófarirnar taldar hafa stafað af tiltekt Jóns gamla á Fossi.
Samkvæmt þjóðtrúnni mátti ekki slíkt skaðræðisdýr sem flæðarmús
í sjó komast.3 4
En víkjum þá aftur að veðurfarinu, sem Eggert í Hergilsey er
sagður hreppa. Er það í samræmi við raunveruleikann? Allir Breið-
firðingar, og ég vil segja flestir reyndir sjómenn, þekkja það, sem
kallað er áttahlaup. Eggert kynnist því vafalaust ekki fyrst í þessari
för sinni, hann hefur sjálfsagt oft, fyrr og síðar, á sínum langa sjó-
mannsferli, átt í glímu við véðraham af því tæi.
Atburðirnir, sem gerast árin 1700 og 1884, og greint er frá í I.
kafla, eiga sér svo margar hliðstæður úr íslenzkri sjómannasögu, að
naumast er þörf á skýringum í sambandi við þá. Bráða- eða svipti-
veður rýkur á sem hendi sé veifað, upp úr logni og tjarndauðum sjó.
Þeirra er einungis getið hér sökum þess, að eðli þeirra mætti eitthvað
vera í ætt við það, sem 13. aldar íslendingar kölluðu hafgerðingar.
Um atburð þann, sem verður tilefni þess, að Hafgerðingadrápa er
ort, vitum við ekkert. Grænlendinga saga er varðveitt í Flateyjarbók.
Hún er talin rituð 1380—1390.1 Það, sem Jón Jóhannesson segir um
aldur Grænlendinga sögu,r* er byggt á glöggum og skynsamlegum at-
hugunum, er allar kunna að vera réttar, en hins vegar verður að meta
1 Lbs. 403 4to, bls. 15.
2 Lbs. 1293 4to, bls. 171.
íi Jón Árnason: Islenzkar þjóðsögur og ævintýri, Rvík 1961, I, bls. 415—417.
4 Sjá Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, Kobenhavn 1959, IV, bls.
412—413.
lí Nordæla, Rvík 1956, bls. 149—158. (Jón Jóhannesson: Aldur Grænlendinga sögu).