Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 75
GAMLI bærinn á víðivöllum 79 signir og harðir, enda hafði verið vandað til þeirra í upphafi og mikið grjót í þeim. , . Portið á baðstofunni var tiltakanlega hátt, og var baðstofan því liin ágætasta vistarvera. Norðan við „gömlu stofu“ og áföst henni var skemma með þili fram á hlaðið. I henni var geymdur eldiviður. Sunnan við skálann voru einnig tvær skemmur með þili, en sund var á milli þeirra og bæjar- ins. Torfveggur var milli skemmanna, og var í hinni nyrðri geymt kjöt og önnur matvæli, en syðri skemman var fyrir reiðinga og reið- tygi. Þessar skemmur standa enn, nokkuð breyttar, en hafa verið fluttar upp í túnið og færðar saman, svo að enginn veggur er nú á milli þeirra. Mun samt nokkuð mega marka hæð bæjarins af skemmunum. Nokkru fyrir sunnan skemmurnar var hesthús, og þar suður af og nokkru austar var kirkjugarðurinn og kirkjustæðið, en kirkjan var löngu aftekin og hafði verið byggður smiðjukofi á kirkjustæðinu. Kirkjan á Víðivöllum var lögð niður með konungsbréfi 17. maí 1765, en er Pétur prófastur kom að Víðivöllum mundi gamalt fólk eftir að hafa verið þar við kirkju. Til er allnákvæm lýsing síðustu kirkjunn- ar í vísitasíu frá 1757. Hún hefur verið úr torfi, með timburstöfnum og útskornum vindskeiðum. Kórinn var með útbrotum, milligerð milli kórs og kirkju og fjalagólf sums staðar. Þegar smiðjan var rifin, gerði Lilja dálítinn hól úr moldunum, og sést því gjörla staðurinn þar sem kirkjan stóð. Lilja breytti kirkju- garðinum einnig í skrúðgarð, sem rómaður var fyrir fegurð, en hluti hans er nú heimagrafreitur. Með framangreindu sniði var Víðivallabærinn á annað hundrað ár, eða frá 1772 til 1895, að því er ætla má. Hefur hann vafalaust verið í tölu stærstu og reisulegustu torfbæja, enda hafa líklega óvíða verið fleiri hús á einum bæ. Tvær stofur og hin reisulega baðstofa hefur verið óvenjulegt á þeim tíma, en á Víðivöllum liefur fyrrum verið margt fólk í heimili og þörf mikilia húsakynna. Alla tíð hefur þar verið stórt bú og engir kotungar ráðið húsum, en fyrir mun þó hafa komið, að eigendur leigðu hluta jarðarinnar tíma og tíma fólki, sem ekki átti þess kost að eignast eigið jarðnæði. Bærinn sýnir hins vegar merkilegt þróunarstig í íslenzkri bygg- ingarsögu. Þarna sjáum við hvernig burstabærinn verður til úr gamla langhúsinu, skálanum, sem verið hafði fremstur bæjarhúsa, og enn er hann á 19. öld eitt af mestu húsunum á Víðivöllum, þótt mjög sé gengi hans tekið að hraka. Stofan hefur verið sett í annan enda hans og bæjardyrnar hafa hlutáð hann sundur, svo að lengd hans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.