Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 75
GAMLI bærinn á víðivöllum
79
signir og harðir, enda hafði verið vandað til þeirra í upphafi og mikið
grjót í þeim. , .
Portið á baðstofunni var tiltakanlega hátt, og var baðstofan því
liin ágætasta vistarvera.
Norðan við „gömlu stofu“ og áföst henni var skemma með þili fram
á hlaðið. I henni var geymdur eldiviður. Sunnan við skálann voru
einnig tvær skemmur með þili, en sund var á milli þeirra og bæjar-
ins. Torfveggur var milli skemmanna, og var í hinni nyrðri geymt
kjöt og önnur matvæli, en syðri skemman var fyrir reiðinga og reið-
tygi. Þessar skemmur standa enn, nokkuð breyttar, en hafa verið
fluttar upp í túnið og færðar saman, svo að enginn veggur er nú á milli
þeirra. Mun samt nokkuð mega marka hæð bæjarins af skemmunum.
Nokkru fyrir sunnan skemmurnar var hesthús, og þar suður af
og nokkru austar var kirkjugarðurinn og kirkjustæðið, en kirkjan
var löngu aftekin og hafði verið byggður smiðjukofi á kirkjustæðinu.
Kirkjan á Víðivöllum var lögð niður með konungsbréfi 17. maí 1765,
en er Pétur prófastur kom að Víðivöllum mundi gamalt fólk eftir að
hafa verið þar við kirkju. Til er allnákvæm lýsing síðustu kirkjunn-
ar í vísitasíu frá 1757. Hún hefur verið úr torfi, með timburstöfnum
og útskornum vindskeiðum. Kórinn var með útbrotum, milligerð milli
kórs og kirkju og fjalagólf sums staðar.
Þegar smiðjan var rifin, gerði Lilja dálítinn hól úr moldunum, og
sést því gjörla staðurinn þar sem kirkjan stóð. Lilja breytti kirkju-
garðinum einnig í skrúðgarð, sem rómaður var fyrir fegurð, en hluti
hans er nú heimagrafreitur.
Með framangreindu sniði var Víðivallabærinn á annað hundrað
ár, eða frá 1772 til 1895, að því er ætla má. Hefur hann vafalaust
verið í tölu stærstu og reisulegustu torfbæja, enda hafa líklega óvíða
verið fleiri hús á einum bæ. Tvær stofur og hin reisulega baðstofa
hefur verið óvenjulegt á þeim tíma, en á Víðivöllum liefur fyrrum
verið margt fólk í heimili og þörf mikilia húsakynna. Alla tíð hefur
þar verið stórt bú og engir kotungar ráðið húsum, en fyrir mun þó
hafa komið, að eigendur leigðu hluta jarðarinnar tíma og tíma fólki,
sem ekki átti þess kost að eignast eigið jarðnæði.
Bærinn sýnir hins vegar merkilegt þróunarstig í íslenzkri bygg-
ingarsögu. Þarna sjáum við hvernig burstabærinn verður til úr gamla
langhúsinu, skálanum, sem verið hafði fremstur bæjarhúsa, og enn
er hann á 19. öld eitt af mestu húsunum á Víðivöllum, þótt mjög
sé gengi hans tekið að hraka. Stofan hefur verið sett í annan enda
hans og bæjardyrnar hafa hlutáð hann sundur, svo að lengd hans