Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 78
JÓNAS HELGASON
VEIÐITÆKI OG VEIÐIAÐFERÐIR
VIÐ MÝVATN
Lag-net í Mývatni voru með þrenns konar möskvastærð, sem nefnd-
ust flóariði, gáluriði og nótariöi. Flóariði var 42 mm leggur á milli
hnúta og dýpt netsins 9—10 möskvar, gáluriðinn 48—49 mm leggur
og 9—10 möskvar og nótariðinn 55 mm leggur og dýpt netsins 5—6
möskvar. Voru hin síðasttöldu net höfð til að veiða hængi á riðum
að hausti eða fyrrihluta vetrar. Taldi heimildarmaður minn að því,
sem hér er skráð um netjaveiðar, Valdimar Halldórsson á Kálfa-
strönd, sem lézt árið 1966, að þyngstu hængir, sem þar hefðu veiðzt,
hefðu vegið 6—6,5 kg. Gáluriðinn var ætlaður fyrir gálur eða hrygnur,
og flóariði fyrir ókynþroskaðan (flóa)silung. Möskvastærð hefur ef
til vill breytzt hin síðari ár með innflutningi erlendra(?) bugta úr
nælon og girni, og hængja- og gáluveiði á riðum er lögð niður, en
þessi frásögn miðast við fyrri tíma.
Netin voru felld til þriðjunga og urðu þá 10—11 faðma löng. Þinjir,
felliþráöur, soppar og bein nefndust einu nafni umbuðir. Allur felli-
þráður var handspunninn úr togi, svo og beinaþinur, en soppaþinur
úr hrosshári, og gilti það einnig fyrir dráttarnet. Þegar þinjirnir
voru fullunnir, voru þeir strengdir á þil eða veggi úti, svo snúðurinn
legöist á þeim og þeir yrðu þjálli í notkun. Soppar voru úr þurrkuðum
einirsprekum og korki. Bein á lagnetjum voru aðallega úr kinda-
leggjum, en á dráttarnetjum eingöngu úr hrossleggjum.
Dráttarnet og lagnet voru fyrr á árum riðuð heima. Heimildar-
maður minn álítur, að áður fyrr hafi allt lín verið handspunnið úr
hampi, sem flutzt hafi í verzlunum. Fyrir eða um síðustu aldamót
mun Kaupfélag Þingeyinga hafa farið að panta lín fyrir menn og
þar næst aötökurnar í dráttarnet. Þær þurftu áð vera svo þéttriðað-
ar og seinlegt að riða þær, en kjálkarnir, sá hluti dráttarnetsins, sem
fyrst kom að landi, voru stórriðnari, en þó ekki svo, að silungur kæm-
ist út um þá. Netið var 20 faðmar, fellt að einum þriðja, aðtakan 2
faðmar felld og 3 álnir á dýpt (felld). Togin voru tætt úr hrosshári,