Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 79

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 79
VEIÐITÆKI OG VEIÐIAÐFERÐIR VIÐ MÝVATN 83 fléttuð, 60 faðmar livort, ýmist nefnd landhelgismál eða dráttarmál, sem lengd þeirra var miðuð við. Þegar draga skyldi undir ís að vetrarlagi, sem tíðkað var á nokkr- um bæj um og þá aðallega fyrir riðsilung, var það svæði nákvæmlega afmarkað, sem hver dráttur átti að taka yfir. Voru slík svæði oft kölluð beygjur, og undantekningarlítið voru þau minni en venjulegir drættir í auðu vatni. Merkt var fyrir tveimur línum úr landi það langt fram sem drátturinn átti að ná. Voru þar vakaðar tvær vakir, sín á hvorum línuenda, og nefndust þær hornvalcir, en gafl línan á milli þeirra, og voru þar vakaðar vakir eftir þörfum til að koma netinu undir. Var það sett ofan um aðra hornvökina og enn fremur 6—7 álna löng spíra, sem undirdráttur var festur í, en hann var unninn úr netjabugtum, sem ekki voru nothæfar lengur. Þá voru vakaðar vak- ir frá landi og fram að hornvökunum, og nefndust þær kjálkar. Loks var svo landvök, 3—4 faðma löng og 2 faðma breið, ef ekki var land- áta til staðar til að taka dráttinn að. Spírunni var skotið eftir gaflinum frá annarri hornvökinni og yfir að hinni og dráttarnetið dregið á eftir fyrir gaflinn. Þá var henni enn skotið upp kjálkana til lands með togin aftan í, og þá var allt undirbúið til að draga dráttinn. f fyrstu gekk netið nokkurn veginn þvert, en fljótlega fór það að sveigja, þó eftir því hve drátt- urinn náði langt fram, og þegar klóin kom, þ. e. þar sem þinjirnir sameinuðust toginu, varð að vaka hliðarvakir stutt frá landi til þess að hafa vald á að sveigja netið að landtökunni og gæta þess, að beina- þinurinn gengi á undan og héldist niður við botn, því annars gat sil- ungurinn hlaupið upp fyrir. Við það að netið var dregið að landi í landvökinni, en ekki upp á land, þjappaðist silungurinn saman í aðtökuna, en hún varð eins og poki aftur úr netinu sökum dýptar sinnar, og var henni að síðustu lyft upp á ísinn með silungnum í, ef hann var ekki því meiri. Þetta var sull- samt kuldaverk, og voru menn oftast með bera handleggi. Ef sömu drættir voru dregnir oftar, var auðveldara að vaka þá aftur. Þessi veiðiaðferð var ekki iðkuð nema á 4—5 bæjum og þó mest á einum. Hún gaf mjög misjafna eftirtekju og var fyrirhafnarsöm. Á einum annáluðum veiðidrætti er talið að drepnir hafi verið 800 silungar, flest flóasilungur, ókynþroska bleikja, hve margt sem kann að hafa sloppið. Er það langt yfir allt, sem þekkzt hefir, en þeir menn eru til viðtals enn, sem tóku þátt í þeim drætti. Þegar átti áð vaka lagnet undir ís, voru vakaðar nokkrar vakir í beinni línu, eftir því hve mörg net átti að setja undir á þeim stað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.