Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 79
VEIÐITÆKI OG VEIÐIAÐFERÐIR VIÐ MÝVATN
83
fléttuð, 60 faðmar livort, ýmist nefnd landhelgismál eða dráttarmál,
sem lengd þeirra var miðuð við.
Þegar draga skyldi undir ís að vetrarlagi, sem tíðkað var á nokkr-
um bæj um og þá aðallega fyrir riðsilung, var það svæði nákvæmlega
afmarkað, sem hver dráttur átti að taka yfir. Voru slík svæði oft
kölluð beygjur, og undantekningarlítið voru þau minni en venjulegir
drættir í auðu vatni. Merkt var fyrir tveimur línum úr landi það langt
fram sem drátturinn átti að ná. Voru þar vakaðar tvær vakir, sín á
hvorum línuenda, og nefndust þær hornvalcir, en gafl línan á milli
þeirra, og voru þar vakaðar vakir eftir þörfum til að koma netinu
undir. Var það sett ofan um aðra hornvökina og enn fremur 6—7
álna löng spíra, sem undirdráttur var festur í, en hann var unninn
úr netjabugtum, sem ekki voru nothæfar lengur. Þá voru vakaðar vak-
ir frá landi og fram að hornvökunum, og nefndust þær kjálkar. Loks
var svo landvök, 3—4 faðma löng og 2 faðma breið, ef ekki var land-
áta til staðar til að taka dráttinn að.
Spírunni var skotið eftir gaflinum frá annarri hornvökinni og
yfir að hinni og dráttarnetið dregið á eftir fyrir gaflinn. Þá var
henni enn skotið upp kjálkana til lands með togin aftan í, og þá var
allt undirbúið til að draga dráttinn. f fyrstu gekk netið nokkurn
veginn þvert, en fljótlega fór það að sveigja, þó eftir því hve drátt-
urinn náði langt fram, og þegar klóin kom, þ. e. þar sem þinjirnir
sameinuðust toginu, varð að vaka hliðarvakir stutt frá landi til þess
að hafa vald á að sveigja netið að landtökunni og gæta þess, að beina-
þinurinn gengi á undan og héldist niður við botn, því annars gat sil-
ungurinn hlaupið upp fyrir.
Við það að netið var dregið að landi í landvökinni, en ekki upp á
land, þjappaðist silungurinn saman í aðtökuna, en hún varð eins og
poki aftur úr netinu sökum dýptar sinnar, og var henni að síðustu lyft
upp á ísinn með silungnum í, ef hann var ekki því meiri. Þetta var sull-
samt kuldaverk, og voru menn oftast með bera handleggi. Ef sömu
drættir voru dregnir oftar, var auðveldara að vaka þá aftur.
Þessi veiðiaðferð var ekki iðkuð nema á 4—5 bæjum og þó mest
á einum. Hún gaf mjög misjafna eftirtekju og var fyrirhafnarsöm.
Á einum annáluðum veiðidrætti er talið að drepnir hafi verið 800
silungar, flest flóasilungur, ókynþroska bleikja, hve margt sem kann
að hafa sloppið. Er það langt yfir allt, sem þekkzt hefir, en þeir menn
eru til viðtals enn, sem tóku þátt í þeim drætti.
Þegar átti áð vaka lagnet undir ís, voru vakaðar nokkrar vakir í
beinni línu, eftir því hve mörg net átti að setja undir á þeim stað.