Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 89
ÖNGULSÁ — ÚTN YRÐIN GSSTAÐIR
93
bærinn staðið uppi á Norðurkofahólnum, mun hann hafa verið lítið
niðurgrafinn, því að þar er jarðgrunnt. Hann hefur og þar ekki
verið í skjóli við neina hæð eða hól. Má því vera, að útnorðan snjó-
byljir hafi þótt blása þar æði kalt og af þeim hafi bærinn fengið
sitt núverandi nafn. Þó hefur hann ekki verið berskjaldaðri fyrir
útnorðanbyljum en fjölda margir aðrir bæir, sem samt hafa ekki
hlotið nafngiftir af þeim.
Allt fram yfir síðustu aldamót voru tóttarveggir á Norðurkofa-
hól, en þeir báru þess ekki merki, að þeir væru tættur eftir bæjarhús
heldur eftir fjárhús og heytótt eða hlöðu. En að sjálfsögðu getur þar
fyrr meir hafa verið lítill bær, og tóttum hans breytt, er bærinn var
fluttur, en fjárhús eða önnur gripahús reist þar sem hann áður stóð.
Eins og prófessor Finnur Jónsson segir, er hugsanlegt, að bærinn
hafi hlotið heiti sitt eftir manni, sem hefur búið þar og verið nefndur
Útnyrðingur að auknefni. Ef tilgáta mín er rétt, að jörðin hafi um
nokkurt skeið verið í eyði, og séu Útnvrðingsstaðir kenndir við mann,
þá hefur það sennilega verið sá máður, sem fyrstur byggði jörðina
að nýju.
Ég held, að bæjarnafnið Útnyrðingsstaðir sé hvergi nefnt fyrr en
á 17. öld. Mun jörðin þá hafa verið í sömu eign og Ketilsstaðir. Árið
1686 keypti séra Narfi Guðmundsson í Möðrudal jörðina og bjó þar
síðan, líklega til dauðadags.
Telja má víst, að bærinn Höfði hafi alltaf heiti'ð því nafni. Höfð-
inn, sem hann stendur sunnan í, er svo mikill og sérkennilegur, að
sjálfsagt var að kenna bæinn við hann, en ekki við ána, sem er tals-
verðan spöl frá bænum og lítt áberandi. Þáð er og ólíklegt, að neðri
hluti árinnar hafi nokkru sinni verið nefndur Öngulsá.