Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 95

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 95
kumlatIðindí 99 uppdrátt, en ekki gat hann séð þar nein glögg merki um grafir, og svipaðist hann þó vel um. En hér hefur sem sagt verið um að ræða kumlateig, og má vera, að enn séu leifar af honum á holtinu. En til- gangslítið tel ég að freista þess að gera þarna meiri f ornleifarannsókn- ir. Vegna mikils rasks fyrr og síðar mundi eftirtekja verða rýr eða engin. 3. Grímsstaðir, Skútustaðahreppur, Suður-Þingeyjarsýsla. f Kumlum og haugfé, bls. 158—159, sagði ég frá beinafundi á Grímsstöðum í Mývatnssveit. Beinin voru úr gömlum manni, senni- lega karlmanni, og virtust hafa verið hreyfð áður. Engir hlutir fund- ust, og því þótti mér varlegast að telja fund þennan ekki með fornum kumlum, enda þótt staðurinn væri raunar eðlilegt kumlstæði. Sumarið 1967 kom í ljós, að þarna hefur örugglega verið kumla- teigur í heiðnum sið, eins og rannsóknarskýrsla Gísla Gestssonar hér á ef tir sýnir: „Fimmtudaginn 10. ágúst 1967 fundu vegagerðarmenn í Mývatns- sveit mannabein í undirbyggingu vegar, sem þeir voru að gera vestan í svonefndum Flatskalla, skammt norðaustur frá Grímsstöðum. f ör- nefnaskrá skilgreinir Pétur Jónsson í Reykjahlíð Flatskalla sem hæsta melinn norðaustur af bænum á Grímsstöðum og segir þar merki á móti Reykjahlíð. Ekki var Þjóðminjasafninu tilkynnt um þetta, en sagt var frá beinafundinum í Morgunblaðinu 13. ágúst. Fljótlega þar á eftir átti ég tal við vegaverkstjórann, en ekki komst ég á staðinn fyrr en 24. ágúst, en þá höfðu vegagerðarmennirnir sjálf- ir leitað dysjanna við veginn og töldu sig hafa fundið nokkur bein óhreyfð, sem bentu til að maður hefði verið lagður þar og snúið fótum til suðausturs. Ekki tóku þeir eftir neinni gröf né neinum markverð- um umbúnaði, og engir munir fundust. Auk mannabeina var talsvert af hrossbeinum í uppmokstrinum, enda fannst hrossgröf skammt austur frá þeim stáð, sem vegagerðar- mennirnir töldu að mannsgröfin hefði verið, og sneri því sem næst austur og vestur. Grafin hafði verið ferhyrnd gröf, 2 m löng og 1,30 m breið, en um dýpt verður ekki sagt, þar eð jarðýta hafði numið moldina burt. Botn grafarinnar var grafinn niður í harðan mel, sem ýtan hafði ekki skafið niður í, og í þessum botni eða skál var talsvert mikið ósnert af hrossbeinum, og einnig var nokkuð óhaggað af inni- haldi grafarinnar syðst.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.