Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 110

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 110
114 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS minjasafni), — fimmta er austanvert við Lónsheiði eins og þegar er getið. Af þessum tíu örnefnum eru varla nema tvö eða þrjú sem gætu gefið tilefni til að ætla að hin hefðbundna skýring hefði við rök að styðjast, — þau tvö sem alfaravegur hefur legið um, Almannaskarð og Almannakambur og sömuleiðis Almannadalur, ef víst væri að hann hefði einhvern tíma verið sú þjóðbraut sem Björn bóndi hélt. Hins vegar virðist ekki augljóst að klettaborg hefði verið kölluð Almanna- borg þótt við alfaraleið stæði (nema hún hafi þá upphaflega lieiti'ð Almannavegarborg?), og enn síður að fljót sem er ekki frekar á al- mannaleið en mörg önnur vatnsföll, hefði verið kennt við alla menn eða á einhvern hátt verið talið allra manna. Ekki er hin hefðbundna skýring líklegri þar sem gjárnar eiga í hlut. Fyrsta skal fræga telja, Almannagjá á Þingvöllum, þá sem öðrum fremur hefur verið talin „kennd við almenning“ (eins og Jónas skáld segir í sínu fagra kvæði). Vitnisburður fornrita og nýrri heimilda ásamt rannsóknum fornminjafræðinga leiðir allt í ljós áð Almanna- gjá hefur ekki verið fundarstaður þingheims eða sá staður þar sem þingheimur safnaðist saman til að hlýða á það sem fram fór á lög- bergi. Víst er nú orðið að Lögberg sjálft hefur verið á eystra barmi gjárinnar ofan við Hallinn, norðvestan við Þingvöll. Hallurinn er brekkan ofan af eystra gjábakkanum og niður á sjálfa vellina. Sá partur hans sem liggur fyrir neðan Lögberg, hefur samsvaráð „þing- brekku“ þeirri sem víða er nefnd í Grágás í sambandi við vorþing og leiðir (leiðarþing).1 Ekki lá alfaravegur eftir gjánni, heldur eftir Hallinum unz landskjálftinn 1789 raskaði honum svo mjög að hann lagðist niður.2 En Kárastaðastígur lá niður í gjána þar sem síðar var lagður akvegur. Fornmenn virðast ekki hafa gjört sér búðir í Al- mannagjá.3 Matthías Þórðarson gjörði sér í hugarlund að fornmenn hefðu hlíft gjánni við búðabyggingum af því „að gjáin skyldi vera fyrir alla jafnt, almenningur allra þingheyjanda, „A.lmannagjá“, en engra sérstakra þingmanna. Hún hefur sjálfsagt þá þegar þótt einkennileg og fögur, og má gera ráð fyrir, að samkomulag hafi einnig orðið um það, að friða hana fyrir öllu jarðraski og sömuleiðis fyrir reyk og ....... if " *.w 1 1 Sjá bók Matthíasar Þórðarsonar, Þingvöllur, 149. bls. o. áfr. 2 Fyrr nefnd bók Kálunds, I 92. s Bók Matthiasar, 137.—138. bls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.