Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 115
VATNAHEIÐI Á SNÆFELLSNESI
119
ef til vill á landnámsöld. Það hét Baulárvellir og stóð lítinn spöl suður
frá samnefndu vatni, vestarlega, á austurbakka Baulár. Sér þar enn
glögglega fyrir bæjarrústum. Baulárvellir var talin góð jörð sökum
landgæða og hlunninda af silungsveiði. Fram á miðja 19. öld var hún
talin 14 hundrúð að fasteignamati. En það var mat góðrar meðal-
jarðar á þeim tímum. Býli þetta féll í eyði árið 1864, og heíur ekki
byggzt síðan.
Allt frá elztu tímum íslandsbyggðar, hefur haldizt mikil umferð
manna yfir Vatnaheiði. Hún var aðalleiðin á öllum tímum árs milli
fjölmennra byggða, beggja megin Snæfellsnessfjallgarðsins. Á löngu
tímabili urðu menn sunnan heiðar að sækja verzlun sína til Grundar-
fjarðar, Kumbaravogs og síðar til Stykkishólms. Einnig voru tíðar
skreiðarferðir til Breiðafjarðar á öllum tímum árs. Við Breiðafjörð
voru löngum forðabúr matar, vegna mikils sjávarafla, sem sjaldan
brást. Leiðin um heiðina var talin 6 tíma lestagangur milli byggða í
sæmilegri færð. Hún gat tekið 10—12 tíma í vondri færð. Oft var
spordrjúgt á þessari snjóasömu leið, einkum fyrir fótgangandi menn
með þungar byrðar í bak og fyrir. Margur ferðamaður kom ekki
heim aftur úr slíkri för.
Eins og augljóst er, var enginn sérstakur vegur yfir Vatnaheiði
fremur en annarsstaðar hér á landi í fleiri aldir, nema götuslóðar,
sem myndúðust smám saman eftir fætur manna og hesta, þar
sem krækja varð sitt á hvað fyrir verstu torfærur. Þó má með nokk-
urri nákvæmni rekja þessar slóðir allvíða, og á stöku stað eru þær
skýrar enn í dag. Leiðin, sem farin var um Vatnaheiði til Grundar-
fjarðar eða Kumbaravogs, var tíðast þessi: Þeir menn, sem komu
norður Hjarðarfellsdal, hafa farið venjulegar götuslóðir upp á Sanda-
hryggi, að vetri til hefur þó víða orðið að taka á sig króka vegna
snjóalaga. Af Sandahryggj um var tekin sem beinust stefna á austan-
vert Horn, þá á götu þá, sem liggur miðhlíðis vestur um Hornið. A
þeirri leið er Gjáin, og er farið yfir hana á hellubrú, sem kölluð hefur
verið Steinbogi. Þegar komið er vestur fyrir Hornið, taka við sléttir
sandar, og er haldið norður þá, unz halla tekur niður í Bæjardal
austanverðan. Þar eru slóðir niður, sem Krókar heita og bera nafn
með rentu. Blasir hér við augum bærinn Hraunsfjörður, og var hald-
ið beint þangað, þegar ni'ður í dalinn var komið. Þeir sem ætluðu til
Grundarfjarðar héldu vestur um Tröllaháls og sem leið lá til Grundar-
fjarðar. Þeir gátu einnig farið norður Straumhlíð, um Berserkseyri,
Kolgrafir og til Grundarfjarðar. Er líklegt, að sú leið hafi verið eins
fjölfarin, þótt hún væri lengri.