Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 115

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 115
VATNAHEIÐI Á SNÆFELLSNESI 119 ef til vill á landnámsöld. Það hét Baulárvellir og stóð lítinn spöl suður frá samnefndu vatni, vestarlega, á austurbakka Baulár. Sér þar enn glögglega fyrir bæjarrústum. Baulárvellir var talin góð jörð sökum landgæða og hlunninda af silungsveiði. Fram á miðja 19. öld var hún talin 14 hundrúð að fasteignamati. En það var mat góðrar meðal- jarðar á þeim tímum. Býli þetta féll í eyði árið 1864, og heíur ekki byggzt síðan. Allt frá elztu tímum íslandsbyggðar, hefur haldizt mikil umferð manna yfir Vatnaheiði. Hún var aðalleiðin á öllum tímum árs milli fjölmennra byggða, beggja megin Snæfellsnessfjallgarðsins. Á löngu tímabili urðu menn sunnan heiðar að sækja verzlun sína til Grundar- fjarðar, Kumbaravogs og síðar til Stykkishólms. Einnig voru tíðar skreiðarferðir til Breiðafjarðar á öllum tímum árs. Við Breiðafjörð voru löngum forðabúr matar, vegna mikils sjávarafla, sem sjaldan brást. Leiðin um heiðina var talin 6 tíma lestagangur milli byggða í sæmilegri færð. Hún gat tekið 10—12 tíma í vondri færð. Oft var spordrjúgt á þessari snjóasömu leið, einkum fyrir fótgangandi menn með þungar byrðar í bak og fyrir. Margur ferðamaður kom ekki heim aftur úr slíkri för. Eins og augljóst er, var enginn sérstakur vegur yfir Vatnaheiði fremur en annarsstaðar hér á landi í fleiri aldir, nema götuslóðar, sem myndúðust smám saman eftir fætur manna og hesta, þar sem krækja varð sitt á hvað fyrir verstu torfærur. Þó má með nokk- urri nákvæmni rekja þessar slóðir allvíða, og á stöku stað eru þær skýrar enn í dag. Leiðin, sem farin var um Vatnaheiði til Grundar- fjarðar eða Kumbaravogs, var tíðast þessi: Þeir menn, sem komu norður Hjarðarfellsdal, hafa farið venjulegar götuslóðir upp á Sanda- hryggi, að vetri til hefur þó víða orðið að taka á sig króka vegna snjóalaga. Af Sandahryggj um var tekin sem beinust stefna á austan- vert Horn, þá á götu þá, sem liggur miðhlíðis vestur um Hornið. A þeirri leið er Gjáin, og er farið yfir hana á hellubrú, sem kölluð hefur verið Steinbogi. Þegar komið er vestur fyrir Hornið, taka við sléttir sandar, og er haldið norður þá, unz halla tekur niður í Bæjardal austanverðan. Þar eru slóðir niður, sem Krókar heita og bera nafn með rentu. Blasir hér við augum bærinn Hraunsfjörður, og var hald- ið beint þangað, þegar ni'ður í dalinn var komið. Þeir sem ætluðu til Grundarfjarðar héldu vestur um Tröllaháls og sem leið lá til Grundar- fjarðar. Þeir gátu einnig farið norður Straumhlíð, um Berserkseyri, Kolgrafir og til Grundarfjarðar. Er líklegt, að sú leið hafi verið eins fjölfarin, þótt hún væri lengri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.