Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 122

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 122
126 ÁRBÓK fornleifafélagsins freður Örn Eiríksson cand. mag. tók upp á segulbönd þjóðlög og þjóðsögur. Verður nánari grein gerð fyrir starfi þessara manna á réttum stöðum seinna í skýrslunni. Almennt um safnstörfin. Um verkaskiptingu milli fastra starfsmanna er hægt að hafa fá orð að þessu sinni, þar sem hún var í aðalatriðum hin sama og á síð- astliðnu ári og nægir að vísa til síðustu saínskýrslu um það efni. Hver safnmaður hefur að nokkru leyti sitt afmarkaða starfssvið, en þó er það yfirleitt svo, sökum fámennis 1 stofnuninni, að menn verða að leggja gjörva hönd á sitt af hverju, og verkaskipting er hér ekki eins nákvæm og í stærri söfnum. Þetta verður að teljast eðli- legt eins og til hagar. Að sjálfsögðu vill tíminn verða ódrjúgur, þegar safnmennirnir verða að snúast við jafnmörgum og ólíkum verkefnum og hér, og kemur þetta æ betur í ljós eftir því sem meira verður umleikis frá ári til árs. Tími og friður til raunverulegrar safnvinnu og fræðistarfa verður minni og minni með vaxandi gesta- nauð og erli margs konar, enda mun vafalaust ekki líða á löngu að fjölga verður starfsmönnum við stofnunina og þá um leið greina störf betur í sundur. En allt þetta er fremur umræðuefni til framtíðar heldur en frásagnarvert í ársskýrslu. Árangurinn af fræðistörfum safnmannanna birtist í Árbók forn- leifafélagsins, sem þeir hafa veg og vanda af. Þjóðminjavörður er ritstjóri bókarinnar, en safnmennirnir áðstoða hann á margan veg við útgáfustarfið. Bókin er á vissan hátt árbók safnsins ekki síður en félagsins, og hefur svo lengi verið. Haldið var áfram að yfirfara rafkerfi hússins eins og árið áður. Er lögð áherzla á, að það sé ætíð í hinu bezta lagi, og er slíkt sjálf- sagður hlutur. Litlar breytingar voru gerðar innanhúss. Þó má geta þess, að Ása G. Wright, sem gefið hefur safninu góða hluti á undanförnum árum, óskaði þess, að þeir yrðu sýndir saman, eins og eðlilegt má kallast. Þetta var samt ekki hægt að gera nema með því að taka niður eitt- hvað annað í staðinn, og var því brugðið á það ráð að taka niður svonefnt Fiskesafn, sem síðan árið áður hafði verið í sýningarskáp- um í forsal sjóminjasafnsins á fyrstu hæð hússins, og koma safni Ásu fyrir í þeim staðinn. Komust þeir að vísu hvergi nærri allir fyrir þar, og er raunar hart, að Þjóðminjasafnið skuli vera svo aðkreppt í sínu eigin húsi, að varla sé hægt, hvað sem við liggur, að auka nokkurs staðar við sýningarsöfnin, og reyndar eru allar geymsl-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.