Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Qupperneq 130
184
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
áfangi og gott að þessu skuli vera lokið nú, þegar vonir standa til,
að Viðeyjarstofa sjálf komist nú loks í opinbera eigu. Ríkisstjórnin
hefur sýnt mikinn áhuga á að kaupa stofuna ásamt mestum hluta
túnsins eða eins stórum bletti og nauðsynlegt þykir að hafa kringum
hana. Fól hún Sigurði Ólasyni hæstaréttarlögmanni og stjórnarráðs-
fulltrúa að reyna að ná samningum við eiganda eyjarinnar um að
hann seldi ríkinu húsið og blettinn samkvæmt mati. Stóðu þeir
samningar yfir allan seinni hluta ársins og voru langt komnir um
áramót og allar vonir til að samkomulag tækist. Ber þessu mjög að
fagna, og ríkisstj órnin á þakklæti skilið fyrir að ganga nú fram fyrir
skjöldu í þessu máli.
Aftur á móti er leitt að þurfa að skýra frá því, að mál Nesstofu
eru enn óútkljáð, en það stafar fyrst og fremst af því, að margt er
óvíst um skipulagsmál í kringum hana, en það veldur miklum erfið-
leikum, þegar fara á áð semja við eigendur, sem gjarnan vilja geta
byggt sér hús í staðinn sem næst stofunni. Að þessu athuguðu þótti
ekki annað fært en að bíða með Nesstofumálið um sinn, en snúa sér
þá með þeim mun meiri krafti að lausn Viðeyjarmálsins. Ef það
kemst senn í rétta höfn eins og vonir standa til, er þá næsta mál á
dagskrá að taka Nesstofumálið upp á nýjan leik.
Dagana 11.—17. júní fór Bjarni Ólafsson smiður og kennari, sem
ýmislegt hefur unnið fyrir safnið, í eftirlitsferð norður í land. Kom
hann víða við á þeim stöðum, þar sem eru gamlar byggingar í umsjá
safnsins, dyttaði að eftir föngum og gerði áætlanir um sitthvað, sem
betur þarf að að hyggja. Gerði hann skýrslu um ferð sína.
Valdimar Stefánsson dyttaði að torfverki á gömlu húsunum á
Stóru-Ökrum, en Ingólfur Nikodemusson gerði við þiljur og glugga.
Hörður Ágústsson listmálari mældi þessi hús nákvæmlega upp og
hefur í smíðum ritgerð um þau.
Mjög miklar skemmdir komu í ljós á Glaumbæ. Fór þjóðminja-
vörður norður hans vegna 2. maí, og voru þá lögð á ráð um sitthvað,
sem þar þurfti að gera. Stóra búrið var að falli komið og ekkert um
áð gera annað en taka það allt ofan og byggja upp að nýju, og litla
búrið sunnan við göngin var einnig illa farið. Fékk Jón Sigurðsson
á Reynistað menn til að gera þessi hús upp, en þó fór það svo, að
ekki tókst að koma þeim að öllu leyti í lag fyrir haustið sökum anna
þessara manna. Rakinn í Glaumbæ er til vandræða, og er nú helzt
í ráði að reyna að þurrka bæjarstæðið með því að gera holræsi í
kringum það. Voru gerðar ráðstafanir til að koma þessu í kring, en
það er alltaf sama sagan, að menn mega ekki vera að neinu, og gildir