Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 131
SKÝKSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1966
135
þetta um allt, sem gera þarf fyrir gömlu húsin. Horfir það til hreinna
vandræða. Einnig var ráðgert að mála stofur og stafna í Glaumbæ,
og komst hið fyrrnefnda á, en stafnar fengust ekki málaðir. Allt sem
nú varð eftir þarf endilega að gera næsta sumar.
I sömu ferð kom þjóðminjavörður við á Hegranesþingstað og af-
markáði það svæði, sem þar á að vera friðlýst. Voru reknir niður
hælar í þessu skyni. Enn fremur kom hann við á Hólum og fékk
mann til að gera við kyndingartæki dómkirkjunnar. Gekk það mál
fram.
Hinn 30. júní fór þjóðminjavörður til Eskifjarðar og með honum
Hörður Ágústsson. Héldu þeir fund með hreppsnefnd og sveitarstjóra
um gömlu búðina, en hreppsnefnd hafði samþykkt að friðlýsa þetta
hús og halda því við sem sögulegri byggingu og jafnvel koma þar
upp byggðasafni. En vegna skipulags er nauðsynlegt að færa húsið.
Varð það að ráði, að réttast væri að færa húsið um set á þeirri lóð
sem það er á. Virðist vera mikill áhugi á staðnum fyrir því að hús
þetta fái að standa, og horfir allt vel um það. Ekki mun þó hafa
komizt á, að húsið yrði fært á þessu ári.
í ferð sinni um Skaftafellssýslu 23.—25. sept. átti þjóðminjavörð-
ur viðræður við hlutaðeigendur um skemmu í Gröf í Skaftártungu og
smiðju á Hörgslandi á Síðu. Fyrir meðalgöngu Þórðar Tómassonar
er í ráði að láta þessi hús standa, og verða þau síðan í umsjá Þjóð-
minjasafnsins eða bygg'ðasafnsins í Skógum. Þess skal getið, að
smiðjan mun vera nokkurn veginn þar sem talið er að kirkjan hafi
verið áður. Var nokkurt umtal um hana og hinn gamla grafreit á
þessu ári, af því að til mála kom að byggð yrði vörugeymsla þar sem
menn telja líklegt, að kirkjugarðurinn hafi verið, en frá þessu var þó
horfið, og átti safnið nokkurn hlut að því máli.
Gísli Gestsson safnvörður gerði sér tvær fer'ðir að Núpsstað, mál-
aði glugga og lagfærði ýmislegt og tyrfði allt þakið á bænhúsinu. Var
það eftir þessa aðgerð í bezta lagi. Einnig rannsakaði Gísli það sem
enn stendur af gamla bænum á Núpsstað, teiknaði og ljósmyndaði
og aflaði ýmissar vitneskju um hann.
Dagana 6.—7. júlí voru þjóðminjavörður, Gísli Gestsson og Hall-
dór J. Jónsson í Stöng og tóku ofan yfirbygginguna yfir fjósinu, enda
var hún komin að fótum fram, bygg'ð 1939. Dyttuðu þeir síðan að
fjóstóftinni, og síðan var hún látin standa opin, og er ætlunin að
sjá til hvernig það muni gefast. Ekki vannst tími til að gera smiðj-
unni sömu skil, og hafði það þó verið ætlunin. Gestir í Stöng voru
mjög margir og fleiri en nokkru sinni áður, enda er þetta fyrsta