Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 134
138
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Syðstahvammi og stofu frá Svínavatni, og gerði það Magnús Gests-
son kennari undir tilsjá manna frá Þjóðminjasafninu. Auk þess
lögðu safnmenn mikla vinnu í að fara í gegnum hluti byggðasafnsins
og koma á þá röð og reglu, en sjálft uppsetningarstarfið er að
mestu leyti eftir enn. Voru alls farnar fjórar ferðir norður í þessu
skyni og stóðu sumar nokkra daga. Ekki tókst þó að koma þessu
máli eins langt áleiðis og æskilegt hefði verið, en ætlunin er áð ganga
svo frá á næsta ári, að hægt verði að opna safnið um mitt sumar,
hvernig sem úr rætist.
Fornleifarannsóknir oy fornminjavarzla.
Þór Magnússon vann áfram að rannsókn sinni í Hvítárholti í
Hrunamannahreppi. Hafði verið búizt við, að því verki yrði lokið á
sumrinu, en það fór á annan veg, þrátt fyrir býsna langan rann-
sóknartíma, því að í ljós kom, að á staðnum hafði verið annar skáli
rétt hjá hinum og bakhús aftur úr honum. I þessum skála fundust
hlutir, sem benda til landnáms- eða sögualdar, og svo undarlega brá
við, að þar fannst rómverskur peningur frá 275—276. Vakti þessi
fundur mikla athygli. Með Þór Magnússyni var lengst af tímanum
Helgi Jónsson, sem nemur fornleifafræði við Hafnarháskóla, enn
fremur all-lengi Christopher Hale, stúdent frá Chicago, og nokkurn
tíma einnig Guðmundur Jónsson á Kópsvatni. Þó að þessari rann-
sókn yrði ekki lokið, þykir nú nokkuð öruggt, að tiltölulega lítið
verk sé eftir, og mun verða lagt kapp á að ljúka því sem fyrst næsta
sumar.
Þorkell Grímsson tók upp aftur rannsóknina á Reýðarfelli hjá
Húsafelli. Kom hann þar fyrst 12. júlí og var til 12. ágúst og svo aftur
15.—28. ágúst. Með honum voru um tíma stúdentarnir Helgi Jónsson
og Ólafur Einarsson, en lengst var hann einn síns liðs og þokaði
rannsókninni áfram að ýmsu leyti, en þó varð henni ekki enn lokið.
Gísli Gestsson var nokkra daga að Reyðarfelli og einnig í Hvítár-
holti og tók þátt í rannsóknunum á báðum stöðum.
Hinn 3. maí var þjóðminjavörður á Brandsstöðum í Blöndudal og
hóf að rannsaka þar fornmannsgröf, sem vart hafði orðið við þegar
verið var áð grafa fyrir fjárhúsveggjum. Klaki reyndist í jörðu, svo
að rannsókn varð ekki lokið, og því miður voru ekki tök á að ljúka
þessu verki seinna um sumarið, eins og ætlunin hafði verið. Minj-
unum er þó engin frekari hætta búin.
Dagana 10.—17. ágúst var þjóðminjavörður á ferðalagi norður
og austur um land. I þeirri ferð kom hann víða við á stöðum þar sem