Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 134

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 134
138 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Syðstahvammi og stofu frá Svínavatni, og gerði það Magnús Gests- son kennari undir tilsjá manna frá Þjóðminjasafninu. Auk þess lögðu safnmenn mikla vinnu í að fara í gegnum hluti byggðasafnsins og koma á þá röð og reglu, en sjálft uppsetningarstarfið er að mestu leyti eftir enn. Voru alls farnar fjórar ferðir norður í þessu skyni og stóðu sumar nokkra daga. Ekki tókst þó að koma þessu máli eins langt áleiðis og æskilegt hefði verið, en ætlunin er áð ganga svo frá á næsta ári, að hægt verði að opna safnið um mitt sumar, hvernig sem úr rætist. Fornleifarannsóknir oy fornminjavarzla. Þór Magnússon vann áfram að rannsókn sinni í Hvítárholti í Hrunamannahreppi. Hafði verið búizt við, að því verki yrði lokið á sumrinu, en það fór á annan veg, þrátt fyrir býsna langan rann- sóknartíma, því að í ljós kom, að á staðnum hafði verið annar skáli rétt hjá hinum og bakhús aftur úr honum. I þessum skála fundust hlutir, sem benda til landnáms- eða sögualdar, og svo undarlega brá við, að þar fannst rómverskur peningur frá 275—276. Vakti þessi fundur mikla athygli. Með Þór Magnússyni var lengst af tímanum Helgi Jónsson, sem nemur fornleifafræði við Hafnarháskóla, enn fremur all-lengi Christopher Hale, stúdent frá Chicago, og nokkurn tíma einnig Guðmundur Jónsson á Kópsvatni. Þó að þessari rann- sókn yrði ekki lokið, þykir nú nokkuð öruggt, að tiltölulega lítið verk sé eftir, og mun verða lagt kapp á að ljúka því sem fyrst næsta sumar. Þorkell Grímsson tók upp aftur rannsóknina á Reýðarfelli hjá Húsafelli. Kom hann þar fyrst 12. júlí og var til 12. ágúst og svo aftur 15.—28. ágúst. Með honum voru um tíma stúdentarnir Helgi Jónsson og Ólafur Einarsson, en lengst var hann einn síns liðs og þokaði rannsókninni áfram að ýmsu leyti, en þó varð henni ekki enn lokið. Gísli Gestsson var nokkra daga að Reyðarfelli og einnig í Hvítár- holti og tók þátt í rannsóknunum á báðum stöðum. Hinn 3. maí var þjóðminjavörður á Brandsstöðum í Blöndudal og hóf að rannsaka þar fornmannsgröf, sem vart hafði orðið við þegar verið var áð grafa fyrir fjárhúsveggjum. Klaki reyndist í jörðu, svo að rannsókn varð ekki lokið, og því miður voru ekki tök á að ljúka þessu verki seinna um sumarið, eins og ætlunin hafði verið. Minj- unum er þó engin frekari hætta búin. Dagana 10.—17. ágúst var þjóðminjavörður á ferðalagi norður og austur um land. I þeirri ferð kom hann víða við á stöðum þar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.