Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1918, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.07.1918, Blaðsíða 21
Eimreiðin] SÝNIR ODDS BISKUPS 149 föstunnar. Af hitanum upp af fólkinu höfðu rúðurnar hélað, svo að biskup og sveinn hans urðu að þýða af þeim rúðum, sem þeir notuðu, og halda þeim þýðum, þvi að jafnóðum hél- uðu þær aftur. Annarstaðar voru gluggamir ógagnsæir af þunnri hélu, rósum, með allavega skringilegri gerð, sem undu sig og liðuðu um þessar örlitlu, en mörgu, rúður í blýum- gerðunum. Úti fyrir var hörku frost með norðan næðingi, gaddur yiir alt og renniskrið af nýföllnum snjó með jörðinni. Himinn var heiður og alstirndur og mikil norðurljós, svo að skíman, sem af þeim lagði inn í kirkjuna, yfirgnæfði nálega blaktandi glæt- una af þessu eina altariskerti, sem þeir höfðu kveikt á, og ofurlitið kertisskar í kolu, sem þeir höfðu komið með innan úr bænum til að lýsa fyrir sér gegnum undirgöngin. öll fram- kirkjan var dimt og draugalegt gimald, helkalt og ömurlegt, og út í öllum skotum var ískalt og ferlegt kola-myrkur. Menn- imir voru sjálfir eins og skuggar, sem færðust frá einum glugg- anum til annars. En þessir skuggar höfðu hold og bein, því að frosið fjalagólfið marraði og brakaði undir fótum þeirra, hve- nær sem þeir hreyfðu sig. „— Stjömuspekin er speki eilífðarinnar, speki guðs. Hún er a 1 p h a og ó m e g a, upphaf og endir allra hluta. Sá sem hana aðhyllist, leitar frá öllu fíflskapar-umstangi veraldarinn- ar upp í „regíónir" hreinleikans og hinnar hátignarlegu feg- urðar, upp i veldi það, sem langt er hafið yfir synd og vol- æði jarðlífsins, upp í veldi hinnar eilífu alheimsspeki —• veldi guðs. Að lesa í stjömunum er að lesa hugsanir guðs, lögmál hans og ákvarðanir." „En er það ekki syndsamlegt?“ spurði sveinninn hálf-hik- andi. „Það er hvergi bannað í guðs orði, svo jeg viti. En gefið er um stjörnuspekinga, sem guð hafði velþóknun á, eins og til dæmis austurvegsvitringana. Og hvers vegna skyldi það vera syndsamlegt? Guð hefir gefið mönnum augun til að sjá, og hann hefir breitt út verk síns almættis fyrir augum vorum, svo að vér skyldum sjá þau og dást að þeim — himininn lika. Er það þá syndsamlegt að skoða mesta dásemdarverk guðs? Er það ekki þvert á móti vegurinn til að þekkja hann sjálfan og komast honum sem næst? Og skrifar hann ekki vísdóm sinn í stjömurnar einmitt til þess að vér skulum læra að lesa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.