Eimreiðin - 01.07.1918, Side 8
136
TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [Eimreiðin
má því nærri geta, að hið „eina nauðsynlega“ hlaut að
vera, að þekkja alt þetta sem best, svo að mennirnir
gætu hfað og bjargast áfram í öllum þessum ósköpum.
Trúin sjálf var þvi hinn hvassasti spori á Kaldeana, að
rannsaka þetta efni til hlýtar. Menn hlutu að finna sinn
eigin vanmátt til þess að komast af í þessum trylta hildar-
leik, og töfrarnir, meðahð til þess að komast í samband
við anda heiminn og ná i vernd frá æðri stöðum, var því
eina húsið að venda í.
Nærri má geta, að þegar þessi dæmalausi sægur var
til af öndum, og sumir voru illir og aðrir góðir, þá var
ekki vandalaust að kalla á þann rétta ávalt. Ef ekki var
rétt að öllu farið, þá gat hin ógurlegasta ógæfa hlotist af,*
því að þá gátu illir andar komist að með allskonar spell
í stað góðu hlífðarandanna. pað var þvi nauðsynlegt, að
almenningur fengist alls ekki við slikt, heldur léti ákveðna
menn, lærða menn, framkvæma allar slíkar særingar.
Til þess voru prestarnir sjálfkjömir. peir helguðu hvort
sem var alt sitt líf þvi andlega, og hlutu því að vera anda-
heiminum kunnugri en hver annar. Með þessu móh náðu
prestamir auðvitað geysimiklum völdum, þar eð þeir urðu
á þennan hátt verndarmúr þjóðarinnar gegn illu öndunum.
Hvítu töfrarnir komu því hér fram í hæsta algleymingi.
Starfi prestanna að þessu var skift i þrjá aðalflokka,
og þótti það miklu tryggara, því að jafnvel þótt prestarnir
væru þaulkunnugir í andaheiminum, þá mátti gæta þess,
að illu andarnir gátu reynt að gera þeim allskonar sjón-
hverfingar, til þess að villa fyrir þeim. Var þá minni hætta
ef fleiri voru saman. Sumir önnuðust þá særingarnar,
aðrir fengust við lækningar og þriðji flokkurinn voru
hinir svo nefndu töfraprestar.
Særingarnar áttu að draga úr áhrifum illu andanna
yfirleitt. 1 þeim eru illu andarnir kallaðir öllum illum
Má hér minma.st frásögunnar í Egilssögu (bls. 226), þar sern
manrúnirnar urðu valdandi sjúkdóms vegna vankunnóttu þess
er með þær fór.