Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1918, Side 92

Eimreiðin - 01.07.1918, Side 92
220 KONUNGURINN UNGI [EimreiOin Rimini. Kóngsdóttirin heföi gefiö honum nokkuö mikinn — líklega of mikinn — gaum, og svo hefði hann alt í einu horfið úr borginni, stokkiö frá öllu hálfgerðu i dómkirkjunni. — En svo, þegar hann var að eins viku gamall, var honum rænt frá barmi móður sinnar, meðan hún var sofandi, og var hann þá fenginn til fósturs kotbónda einum og konu hans. Þau áttu ekkert barn og bjuggu í skógarjaðrinum, fulla dagleið frá borginni. En klukkutima eftir að hún vaknaði dó fölleita, unga stúlkan, sem hafði alið hann, úr sorg eða úr drepsóttinni miklu, eftir því sem hirðlæknirinn úrskurðaði, eða, eftir því sem piskrað var, af áhrifum banvæns eiturs, sem henni var byrlað í bikar af ljúffengu víni. Og á sama tíma, sem sendi- maðurinn trúi með barnið á hnakknefinu sté af örmagna hest- inum og drap högg á hurðargarminn á hreysi kotungsins — á sama tíma var hvítur nár kóngsdótturinnar lagður í opna gröf, sem grafin hafði verið í yfirgefnum grafreit utan við borgina. En i gröf þeirri lá og annað lík — lík af ungum manni útlendum og undra fögrum. En hendur hans voru bundnar á bak aftur, og brjóstið flakandi í sárum. Svona var sagan, sem fólkið pískraði um sín á milli. En eitt er víst, að þegar gamíi kóngurinn lá á banabeðnum, þá hefir hann líklega iðrað þessarar miklu syndar, eða þá að hann vildi að eins að konungdómurinn gengi ekki úr ætt hans, og lét hann þvi sækja sveininn og gekst við honum í návist alls ráðsins. Og samstundis, er hann hafði hlotið viðurkenningu, kom í ljós hjá honum þrá sú eða ástríða eftir öllu fögru, sern mótaði alt líf hans. Þeir, sem voru látnir fylgja honum til salakynna þeirra, er hann átti að hafa til íbúðar, gátu oft um fagnaðaróp það, er hann laust upp, þegar honum voru færð klæði þau og blikandi gimsteinaskart, er hann átti að bera, og hve hamstola fögnuður hans var, er hann þeytti af sér ljótu skinnúlpunni og grófu ullar-mussunni. Einstaka sinnum kom yfir hann eirðarleysi nokkurt, er hann mintist síns fyrra sjálfræðis í skóginum, og hann feldi sig ávalt illa við allar þessar hirðlífsreglur, sem eyddu svo miklu af tímanum á degi hverjum. En höllin glæsilega — Vanangur var hún kölluð —
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.