Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1918, Side 97

Eimreiðin - 01.07.1918, Side 97
Eimreiðin] KONUNGURINN UNGI 225 Og hann sofnaöi aftur og dreymdi. Og þessi var draum- urinn: Hann þóttist liggja á þilfari stórrar galeiðu, er róiö var af hundraö þrælum. Viö hlið honum sat yfirmaður galeiöunnar á klæði. Hann var svartur sem bik og hafði rauðan vefjarhött úr silki á höfði. Digrir silfurbaugar löfðu í eyrnasneplum hans, en í höndum sér hélt hann fílabeinsskálum. Þrælarnir voru allsberir, nema einhverja druslu höfðu þeir vafða um lendar sér. Var hver maður bundinn með hlekkja- festi við sessunaut sinn. Glóandi sólin brendi þá, og svert- ingjar hlupu fram og aftur um skipið og lömdu þá áfram með ólarsvipum. Þeir teygðu úr skinhoruðum handleggjun- um og drógu þungar árarnar áfram gegnum vatnið. Kolblár sjórinn freyddi á árablöðunum. Loks komust þeir inn í vík eina litla og tóku að kanna dýpið með sökkum. Hægur þeyr rann á af landi, og þyrlaði rauðleitu ryksáldri um þilfarið. Þrír Arabar, alvopnaðir, komu þeysandi á ótemjum og slöngvuðu spjótum í áttina til þeirra. Yfirmaður galeiðunnar þreif boga, lagði ör á streng og skaut gegnum hálsinn á einum þeirra. Hann hlammaðist til jarðar, en hinir fóru undan í spretti. Kona nokkur, vafin í gula slæðu kom í humátt á eftir. Reið hún úlfalda og skimaði í kring- um sig, eins og hún væri að huga að dauða manninum. Strax er þeir höfðu varpað akkerum og felt seglin, fóru svertingjarnir niður í skipið og sóttu þangað kaðlastiga, og voru þungar blýsökkur í honum. Yfirmaðurinn varpaði hon- um út fyrir borðið, og festi efri enda hans í digra járnkróka. Þá lögðu svertingjarnir hendur á yngsta þrælinn, leystu af hon- um fjötrana, tróðu linu vaxi í eyru hans og nasir og bundu stóran stein við hann. Hann klifraði þreytulega niður eftir kaðlastiganum, og hvarf í kaf. Nokkrar loftbólur komu upp, þar sem hann hafði horfið. Sumir af hinum þrælunum voru að gægjast með forvitni út fyrir borðstokkinn, en í framstafni sat hákarla-seiðmaður og barði bumbu sína jafnt og þétt. Eftir drykklanga stund kom kafarinn upp úr vatninu. Hann hélt sér dauðahaldi í stigann, eins og hann væri yfirkominn en í hægri hendi hans glitraði á perlu. Svertingjarnir hrifs- 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.